Ég ætla að segja frá verkefni sem ég skrifaði um Sleipni… ATH að þetta er skrifað á “Forníslensku” Sleipnir hét hestur óðins. Hér kemur saga hvernig hann var til; Það var snemma í öndverðabyggð goðanna, þá er goðin höfðu sett Miðgarð og gert Valhöll, þá kom þar smiður nokkur og bauð að gera þeim borg á 3 misserum svo góða að trú og örugg væri fyrir bergrisum og hrímþursum þótt þeir komi inn um Miðgarð. En hann mælti sér það til kaups að hann skyldi eignast Freyju, og hafa vildi hann sól og...