Hún sat við flóðanna fljót, sem liðu hjá á nóttu sem degi. Hún var ung með dökka hárið,og saknaði hans því hann var farinn. Hún grét himinn bláum tárum, við flóðanna fljót,og gaf söknuðinum nafn hans í straumi flóðanna fljóti. Spegilmynd hans birtist og hann brosti, en svaraði ekki. Konan með hvíta hárið,situr nú við flóðanna fljót, hún man ekki lengur hver,hún er, eða hver hann var. Hún flýtur nú með straumi flóðanna fljóti