Asni, Asni, Asni og Asni eftir Þórarinn Björn Sigurjónsson Einu sinni í hinni sólríku Mexikó voru fjórir asnar sem hétu Asni, Asni, Asni og Asni. Eigandi þeirra var lítill, gamall og hrukkóttur karl sem elskaði engan eins og hann elskaði asnana sína. Asnarnir lifðu góðu lífi enda nutu þeir mikillar virðingar meðal hinna dýranna í þorpinu, vegna víðfrægrar djúprar visku þeirra og bar Asni þar sérstaklega af. Alltaf þegar hin dýrin í byggðinni áttu við einhver vandamál að stríða komu þau til...