Ég hef lengi gælt við þá hugmynd að setja saman og kenna eitt eða fleiri stutt námskeið fyrir nemendur í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands (og jafnvel útskrifaða grafíkera með hefðbundinn bakgrunn), þar sem kynnt væru helstu atriðin við grafíska skjáhönnun, notendamiðaða hönnun, hönnun notendaviðmóts, og hönnun stórra og flókinna vefsvæða. Mér hefur sýnst vanta þekkingu á þessum viðfangsefnum meðal grafískra hönnuða almennt (sérstaklega þeim sem sækja sinn bakgrunn í hefðbundna í...