Þegar ég var strákur og fótboltaáhuginn kviknaði, eða var kveiktur af pabba, komu bara 2 lið til greina. Annars vegar rauðklædda liðið hans pabba sem vann allt, eða það sem Bjarni Fel kallaði Úlfana. Hvernig er annað hægt, þegar maður er 5 ára að halda með þannig liði. Í þá daga voru Úlfarnir (Wolverhamton Wanderers) í úrvalsdeild, eða 1. deild eins og hún hét þá, þetta var í kringum 1980. Með tímanum hrundu þeir niður um deildir, fóru á hausinn (tvisvar)og barnshugurinn fljótur að gleyma...