Úff, hvar á ég að byrja. Hvernig er það þegar maður bara nennir ekki að vera til? Ég er ekki að tala um að mig langi ekki að lifa, ég er ekki að fara að taka líf mitt, en líf mitt er bara svo glatað. Jólin virðast vera svona tími þar sem ég horfi yfir líf mitt og sé hvað ég er að gera ógeðslega lítið með líf mitt. Ég á minningar frá síðustu 2-3 jólum þar sem ég bara sit fyrir framan tölvuna og græt. Ég er í yfirvigt, heng í tölvunni allan daginn, rétt slefa yfir 4,5 í skólanum, veit ekkert...