Það er svo mikið af skoðunum allstaðar. Það eina sem er leiðinlegra en lélegar skoðanir, eða skoðanir yfir höfuð, er fólk sem hefur mikið af skoðunum! Fólk hefur skoðanir á pólitík, kárahnjúkum, umhverfismálum, fótbolta, trúmálum, mat, tónlist, kvikmyndum.. og svona mætti lengi telja. Margar skoðanir eru bara álitamál, eða smekksatriði, sem hver og einn má alveg eiga útaf fyrir sig og ætti ekki að skipta okkur hin nokkru máli. Það nýjasta nýtt með skoðanir eru svona þættir í sjónvarpinu,...