Þó svo maður læri af reynslu en ekki af tímanum sem líður þá er þroski engan veginn fullkomnlega óháður aldri, því lífsreynsla fæst með því að lifa og takast á við lífið og þeir sem hafa lifað lengur hafa í langflestum tilvikum upplifað mun meira en þeir sem skemur hafa lifað. Ég segi ekki að þroski sé bókstaflega bundinn aldrinum því eins og þú segir þá getur miðaldra maður verið álíka þroskaður og unglingur. En aldur og þroski fylgjast í langflestum tilvika og því getur þú ekki neitað því...