Ég fjárfesti fyrir ekki löngu í Guitar Hero Legends of Rock með þráðlausum gítar. Svo verslaði ég mér Rock the Eighties núna um daginn, og þá bregður svo við að þráðlausi gítarinn virkar bara í “menu-inu”, þ.e. ég get valið option, singleplayer og allt það, en hinsvegar get ég ekki spilað lagið. Er það tilfellið með Rock the Eighties að þráðlausi virkar bara ekki, eða er mér að yfirsjást eitthvað stillingaratriði? Ef það þarf snúrugítar, á þá einhver slíkan grip og getur selt mér ódýrt?