Búrið og fuglinn Í búrinu situr fuglinn og horfir heiminn á. Það er margt í þessum heimi sem fuglinn ekki má. Sitja hér, standa þar, ekki má neitt hægri snú. Ef þú lítur betur sérðu, að fuglinn það ert þú. Í búrinu ert þú læstur og hvergi kemstu út. Ef þú færð ei frelsi fljótt, þá fer allt í hnút. Þú dokar og bíður en enginn opnar búrið. Þú verður hræddur og lítur ört á úrið. Hvað verður um þig, ef búrið opnast ei? Hvað ef þú biður en allir segja nei? Ætlar þú að doka og bíða, bíða, bíða?...