Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

mElstEd
mElstEd Notandi frá fornöld 12 stig
Áhugamál: Forritun

Re: Ping í java

í Forritun fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Engin Java-hrein lausn á þessu vandamáli, java.net.* dótið leyfir engan aðgang að tcp/ip hausum og þess vegna er ekki hægt að gera dót eins og ping og traceroute. Ef þú vilt virkilega gera þetta þarftu að lóda external library sem getur gert þetta eða bara hakka java-sýndarvélina svo að hún leyfi þetta :)

Re: Þarf smá hjálp!!!

í Forritun fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Þetta er allt spurning um hversu mikið þú vilt leggja á þig og hvar þú ert og hvert þú stefnir. Ef þú ert enn í skóla þá myndi ég mæla með því að verja góðum tíma í þetta til að ná góðum tökum á þessu. Ef þú ert hins vegar vinnandi maður og ert ekki að drukkna í tíma þá myndi ég byrja smátt í einfaldari forritunarmáli. Þú gætir byrjað á Java, þá þarftu að ná í java sdk á http://java.sun.com og ágætis bók um java má finna á http://mindview.net/Books . Java er ágætt sem fyrsta forritunarmál og...

Re: Hvar fær maður C++

í Forritun fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Þú getur fengið learning edition með flestum bókum, t.d. SAMS TEACH YOURSELF C++ IN 21 DAYS http://www.boksala.is/cgi-bin/boksala.storefront/3ea5bb72091eae54273fc104d08806b8/Export/products/9780672322075), sem er ekki jafnslæm og nafnið gefur til kynna og fín til að læra c++ af. Með bókinni fylgir einnig dev c++(http://www.bloodshed.net/devcpp.html) sem er nokkurs konar klón af visual c++. Í raun þarftu ekkert meira en er í learning edition dótinu (nema þá að losna við bölv. popup glugga í...

Re: Pre-history

í Forritun fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Þú hefur greinlega aldrei heyrt um offset prentun. Það er sú prentun sem er enn þann dag í dag mest notuð. Þá eru búin til mót fyrir bókina sem er ekki hægt að breyta og mjög dýrt að búa til mótin en ódýrt að prenta. Leturgerðir komu til sögunnar löngu áður en tölvur fóru að virka. Times New Roman er komið frá Times í London (blaðinu) og var búið til árið 1931 fyrir blaðið. kveðja >m

Re: Um Sönnun.

í Heimspeki fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Þetta er hin ágætasta grein en hins vegar er ekkert minnst á hvað sönnun er. Til þess að geta talað um sannanir og unnið með þær á formlegann hátt þarf að skilgreina hvað sönnun er í raun og veru. Það er kannski soldið þurrt verkefni og ég læt vera að skilgreina yrðingar formlega (geri ráð fyrir að flestir viti hvað yrðingar eru), but here goes nothing. Ef S er mengi af yrðingum og (y0, y1, …, yn) er runa af yrðingum þá segjum við að “S sanni yn” ef um sérhverja yrðingu yi í rununni (y0, …,...

Re: Læra Forritun Á Netinu

í Forritun fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Mæli með bókinni “Thinking in C++” eða Thinking in (hverju sem er) góðar bækur sem fara í helstu atriðin varðandi forritun. Í þokkabót er þetta ókeypis á netinu á http://www.mindview.net/Books >melsted

Re: varðandi könnunina...

í Forritun fyrir 22 árum, 1 mánuði
Þeir gleymdu Scheme og Fjölni, bæði mjög öflug forritunarmál til að gera alls konar vitleysu.

Re: Microsoft Power Toys

í Windows fyrir 22 árum, 1 mánuði
Octave er mjög þægilegt í vinnslu og er í raun matlab klón. Matlab er með fleiri pakka og lítur betur út en virkar alveg jafn vel og kostar meira. Hins vegar er tól eins og numerical python mjög sniðugt þar sem það er í raun bara interface fyrir python að öllum pökkunum sem flest reikniforrit nota (octave, matlab, o.s.frv.). Upphaflegu pakkarnir eru svo auðvitað skrifaðir í fortran því öll önnur forritunarmál eru hægari þegar kemur að tölulegum útreikningum. Því er auðvitað best að nota...

Re: Mig vantar hjálp.....

í Forritun fyrir 22 árum, 1 mánuði
Það er einnig hægt að gera double kvadratrot(double a) { double x = a; while (abs(x - a) < 1e6) { x = x - (x*x - a)/(2.0*x); } return x } eða double kvadratrot2(double a) { return exp(0.5*log(a)); } Kosturinn við fyrri aðferðina er sá að hún þarf ekki á math.h að halda og þú getur fengið minni nákvæmni ef með þarf (ekki það að ég sjái hvernig það ætti að vera “gott”).

Re: Hugbúnaðarfyrirtæki með metnað?

í Forritun fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Hvernig er búið að bílskúrsfyrirtækjum. Þegar kreppa kemur á tæknimarkaðinn skella sér margir í háskólana sem er mjög seif og út úr því geta komið mörg sniðug fyrirtæki ef réttu aðstæðurnar eru fyrir hendi. Tæknigarður í Háskólanum átti t.d. að vera ódýrt leiguhúsnæði fyrir “startup” fyrirtæki meðan þau væru að starta sér upp. Vegna plássleysis í HÍ varð þetta mikið notað fyrir skrifstofur og fyrirtækin á staðnum eru rótgróin og teljast seint til startup fyrirtækja. Góð hugmynd, en útfærslan...

Re: Víddir

í Heimspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Shit! Það er laugardagur og ég hef ekkert betra að gera en að svara þessari grein. Best að skjóta fast. Skilgreining á punktum: Punktar eru ekki skilgreindir sem hlutir sem hafa enga stærð. Punktar í “venjulegu” rúmi eins og flötum og þrívíðum rúmum eru skilgreindir sem stök í menginu R^n (þar sem n er heiltala). Punktur er því n-nd (eind, tvennd, þrennd, .., n-nd) oftast táknuð með (x1, x2, …, xn) sem er ritháttur fyrir mengi af mengjum(!). Hugtakið punktur er hins vegar stundum “útskýrt”...

Re: Mandelbrot-settið (sjá mynd)

í Heimspeki fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Því miður þá verð ég aðeins að leiðrétta þig. 1. Mandelbrot settið inniheldur ekki minni eintök af sjálfu sér. 2. Mandelbrot settinu er í sjálfu sér ekki lýst með jöfnu heldur skilyrði. Jafnan sem notuð er til hliðsjónar er z[n+1] = z[n]^2 + c þar sem z[n] er runa af tvinntölum, z[0] = 0 og c er tvinntala. Ef runan z[n] er takmörkuð þegar n stefnir á óendanlegt þá segjum við að tvinntalan c sé í Mandelbrot menginu. Myndin sem birtist á áhugamálinu er því í raun mengi allra slíkra talna c í...

Re: Löngu búinn að þessu

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ég íhugaði að laga dótið á sínum tíma og setja inn double buffering og fleira skemmtilegt en hef í raun ekki snert á þessu síðan við gerðum þetta sem var fyrir tæpum tveimur árum. Kannski ég taki mig til núna og lagi það, eða bara ekki :)

Re: smá reikningur...

í Forritun fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Í stærðfræði (og flestum forritunarmálum) eru skilgreind föllin arcuscosinus (eða cos^-1), arcussinus og arcustangens. Þau eru andhverfur fallana cos, sin og tan. Til dæmis ef þú veist að cos af einhverju horni er x þá er hornið gefið með v = acos(x); acos (asin og atan) er til í t.d. C++ í math.h libinu. Í Java er hins vegar notað Math.acos(x); acos skilar tölu á bilinu 0 til pi, asin og atan skila tölu á bilinu -pi/2 til pi/2, þessar tölur eru auðvitað í radíönum (fyrir þá sem ekki vita þá...

Re: Löngu búinn að þessu

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
flott, Hugi styður ekki einföld html tög ;( jæja, slóðin er http://www.hi.is/~pallm/minesweeper/

Löngu búinn að þessu

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Hmm.. þetta er frekar létt verk, skrifaði á sínum tíma svona lagað í Java í Tölvunarfræði I í HÍ (ásamt Stefáni Inga Valdimarssyni). Það er hægt að skoða útkomuna með öllu sem styður java.

Re: kósínus function

í Forritun fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Til að búa til cos fall er ekki hægt að nota 0.5*(e^ix+e^-ix) því til að vinna með e^ix þarftu að hafa cos skilgreindann. Auðveldast er að nota Taylor röð cos í kringum núll punktinn Þá fæst að cos(x) = 1 - (1/2)*x^2 + (1/24)*x^4 -(1/720)x^6 + … og skekkjan er þá ca. x^8 Til að þetta sé nothæft þarftu að tryggja að x sé á milli -1 og 1. Þannig að ef þú vilt reikna cos(2) þarftu að nota að cos(x) = sin(x-pi/2) og þá þarftu bara að reikna sin(2-pi/2) og 2-pi/2 er ca. 0.43 svo það ætti að virka...

Re: Palm M105

í Forritun fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Flest forrit fyrir palmos eru skrifuð í C, þó að það sé líka hægt að nota C++. Flest fyrirtæki nota Codewarrior umhverfið en ef þig langar að fikta við þetta þá geturðu náð í gcc compilerinn fyrir palmos, emulator og fleira dót á <a href="http://www.palmos.com/dev/tech/tools/" >http://www.palmos.com/dev/tech/tools/</a>. Ef þú vilt læra C, þá eru billjón bækur til alls staðar og t.d. ein á íslensku undir <a href="http://www.linux.is/data/C/fothtml/">http://www.linux.is/data/C/fothtml/</a>...

Re: HR/HÍ enn og aftur

í Forritun fyrir 23 árum, 4 mánuðum
mastersnám, schmastersnám ;)

Re: HR/HÍ enn og aftur

í Forritun fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Það gleymist hér að minnast á annan valmöguleika í HÍ. Hann er stærðfræði-tölvunarfræði, sem er námsleið innan stærðfræðiskorar. Þar er öllu “hagnýtu” bulli sleppt og einbeitt sér að alvöru fræðigrein. Ef menn fíla sig ekki þar inni er síðan lítið mál að skipta yfir á tölvunarfræði því þar eru auðveldari námskeið kennd. Ef þú vilt fara í masterinn að loknum bs þá geturðu bara gleymt HR :) (kalt mat) >melsted

Re: Stærðfræði

í Tilveran fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Mér finnst lítil spæling í því að það sé ekki til formúla fyrir lausn fimmtastigs margliðu, það er í raun miklu flottara að það hafi verið sannað að hún sé ekki til. Það gerði Norðmaðurinn <a href ="http://www.apollon.uio.no/apollon-english-96/a13.html“ target=_blank>Niels Henrik Abel </a> fyrir tæpum tveimur öldum. Ef þú ert hins vegar ólmur í að finna lausn á tiltekinni 5.stigs margliðu þá mæli ég með <a href=”http://mss.math.vanderbilt.edu/~pscrooke/MSS/newtonnum.html"...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok