Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Leiðbeiningar til að rífast við rasista (56 álit)

í Heimspeki fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Nú þegar ég er að fara vill ég segja nokkur orð til ykkar sem þurfið núna að rífast við stóran hóp rasista sem mun líklega fara stækkandi eftir að stefna Huga í þessum málum varð ljós. Skoðið það sem þeir eru að segja, athugið bækurnar sem þeir vitna í, til dæmis var Kanslarinn einhvern tímann að vitna í bók og þegar ég komst að því að hún var ævaforn og á greinilega ekkert sameiginlegt með því sem vísindamenn eru að hugsa í dag. Þegar vitnað er í Talmúðina er mjög líklegt að það sé tekið úr...

Að vera trúr sjálfum sér/Grunnreglur lýðræðis (49 álit)

í Heimspeki fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Að vera trúr sjálfum sér er það sem mér finnst skipta mestu máli, ef maður hefur það ekki þá hefur maður ekki neitt og þess vegna ætla ég líklega að hætta á Huga. Þetta er að einhverju leiti svona lokapuntkur á bak við allt sem ég hef sagt á Huga. Hvers vegna finnst mér það ekki vera samræmanlegt lífsskoðununm mínum að vera á Huga? Vegna þess að yfirvöld hér á Huga hafa ekki brugðist á neinn raunverulegan hátt við þeim gríðarlega rasistaáróðri sem hefur verið í gangi hér síðasta mánuð, ef...

RAMMSTEIN SPILAR TVISVAR! (37 álit)

í Rokk fyrir 23 árum, 7 mánuðum
<a href=“www2.mbl.is/frettir-ifx/?MIval=frettir/frett&nid=714712”>www2.mbl.is/frettir-ifx/?MIval=frettir/frett&nid=714712</a> Rammstein mun spila aftur laugardaginn 16. júní og því eru svindlarar og svartamarkaðsbraskarar illa staddir.

Hvað tekur langan tíma að taka upp plötu? (10 álit)

í Rokk fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ég er hérna að stela umræðuefni af korki af því það var forvitnilegt. Þar er Cedric (sem er trúarleiðtogi minn) að segja frá því að Weezer hafi tekið upp plötu á 10 tímum eða eitthvað álíka og upp úr því spratt smá umræða um hvað það tekur langann tíma að taka upp plötur og lög. Þarna var minnst á Bohemian Rhapsody sem mig minnir að hafi tekið um þrjár vikur í upptöku en það er ekki met, Good Vibrations með Beach Boys var víst hálfs árs verk. Fyrsta plata Led Zeppelin var tekin upp á 30...

Bestu One-Hit wonder böndin (45 álit)

í Rokk fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Það hafa í gegnum tíðina komið fram fullt af böndum sem hafa átt eitt eða tvö hit og síðan horfið, mig langar að vita hvaða bönd fólk telur að sé þau bestu af þeim. Ég ætla að byrja að tilnefna 4 non blondes sem átti lagið Whats Up? og gaf líka út diskinn Bigger Better Faster More!, reyndar urðu einhver önnur lög með hljómsveitinni smá vinsæl en ekkert í samanburði við þetta lag. Hljómsveitin hætti stuttu seinna og aðalsprauta hljómsveitarinnar hefur gefið út nokkrar sólóplötur. Á plötu 4nB...

Made in Heaven (10 álit)

í Rokk fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Árið 1995 var gefin út einstök plata, það síðasta sem Freddie Mercury hafði látið eftir sig var gefið út á plötunni Made in Heaven. Ég ætla fyrst að útskýra coverið sem ætti að sjást hér til hliðar, þetta er tekið í Montreaux og núna er þarna stytta af Freddie á nákvæmlega sama stað og hann sést á myndinni. Myndin er líka af frumgerð styttunnar. Þessi pósa sem Freddie er í á myndinni var mjög algeng hjá honum eða eins og Roger Taylor söng í laginu Old Friends sem hann samdi um Freddie: “one...

Truckers eftir Terry Pratchett á leiðinni í bíó (7 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ég var að heyra að Truckers (Nálfarnir á ísl) eftir Terry Pratchett séu á borðinu hjá DreamWorks, Pterry segir að hann treysti DW vel fyrir þessu miðað við fyrri myndir þeirra. Myndin verður animated en ég hef ekki nánari upplýsingar um það. Bækurnar eru upphaflega þrjár og frekar ætlaðar yngri lesendum þó það hafi ekki stöðvað neinn eldri í að lesa þær enda stórskemmtilegar eins og Discworld bækurnar eftir Pratchett. Þetta er samt kannski villandi að segja að þetta sé á leiðinni í bíó því...

Án tónlistar væri lífið mistök (24 álit)

í Rokk fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Nietzsche kom niður á gríðarlegan sannleika þegar hann skrifaði þetta: “Án tónlistar væri lífið mistök” Mér finnst þessi tilvitnun tengja vel saman þau áhugamál sem ég er yfir og líklega ætti þessi grein erindi inn á þau bæði. Þetta gæti jafnvel orðið tilfinningaþrungin (ekki um of þó) grein hjá mér og ég vona að þið afsakið. Ég var í bíó og sá Almost Famous og hún vakti eitthvað innra með mér sem gerir það að verkum að ég verð að öskra:“ég elska tónlist, ég elska rokk!” Ég öskra ekki að ég...

Frelsi til að ljúga? (150 álit)

í Heimspeki fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Fyrir stuttu síðan var mikil umræða um ritskoðun í kjölfar viðtals sem birtist í DV við einn forsvarsmanna FÍÞ, ég tek fram að ég las það ekki enda ætla ég ekki að fjalla um efni þess sérstaklega. Ég ætla að byrja á því að tala um hvernig vefmiðlar ungra jafnaðarmanna og frjálshyggjumanna fjölluðu um málið. Ungir frjálshyggjummenn skrifuðu varla neitt um þetta efni nákvæmlega en vísuðu hins vegar í grein um málfrelsi að hætti J.S. Mill, þeir rekja ástæðurnar hans og þar gera þeir hæst úr...

Smoke on the Water - Sögur af Lögum (13 álit)

í Rokk fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Smoke on the Water er örugglega eitt þekktasta lag rokksögunnar, frábært lag sem er fastagestur á listum yfir bestu lög síðustu aldar en hve margir vita um hvað það er? Byrjum á textanum (sem ég er nýbúinn að spyrja um í Rokktriviakeppninni): SMOKE ON THE WATER Alright, wooh We all came out to Montreux On the Lake Geneva shoreline To make records with a mobile We didn't have much time, no Frank Zappa and the Mothers Were at the best place around But some stupid with a flare gun Burned the...

Frumraunir hljómsveita (52 álit)

í Rokk fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ég er að spá í þessarri könnun um frumraun hljómsveita og velti því fyrir mér hvort að Bleach verðskuldi efsta sætið. Þó ég sé líklega meira hrifinn af Nirvana en GnR þá er Appetite besta plata GnR og því valdi ég hana. Ég hef aldrei verið mikill Pearl Jam aðdáandi en hins vegar þá veit ég að Ten er mjög mikils metin plata. Eruð þið ekki enn og aftur að velja uppáhaldshljómsveitina frekar en að dæma efni könnunarinnar? Ég held að prósenturnar í þessarri könnun myndu ekki færast mikið til ef...

42 ;( Douglas Adams (20 álit)

í Heimspeki fyrir 23 árum, 7 mánuðum
[Ef það væri komið áhugamálið Bækur þá færi þetta þangað en þetta á líka við hérna] Douglas Adams lést í gær 49 ára gamall, <a href="http://www2.mbl.is/frettir-ifx/frettir/frett?nid=709333“>hér</a> er frétt um lát hans <a href=”douglasadams.com“>Douglas Adams</a> var snillingur, frábær húmoristi sem skrifaði eina mest lestnu bókaseríu nútímans, Hithhikers Guide to the Galaxy. Í henni er fjallað um mann sem lifir ómerkilegu lífi þar til að hann neyðist til að yfirgefa Jörðina og hrekjast um...

Trú, trúleysi, guðleysi og hvernig við skilgreinum (9 álit)

í Heimspeki fyrir 23 árum, 7 mánuðum
[tek fram að þó að sögnin trú komi fram þá þýðir ekki að einhver sé trúaður, þeas lýsingarorðið. Fyrirgefið að ég skuli taka þetta fram ef ykkur finnst þetta augljóst] Mér finnst fólk eiga við ákveðið vandamál við að skilgreina sig í trúarlegu samhengi, fólk virðist næstum því halda að ef það sé ekki kristið þá sé það ekki trúað. Ég skilgreini mig sem trúleysingja, því fylgir að sjálfsögðu að ég er líka guðleysingi. Guðleysingjar þurfa hins vegar ekki að vera trúlausir, þeir geta verið...

Frelsi og frjálshyggjan (23 álit)

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
[Ég myndi skrifa þessa grein á Heimspeki ef ég væri ekki hræddur um að þurfa að skilgreina hvernig þetta kæmi henni við] Er frjálshyggjan góð viðmiðun til að átta sig á því hvernig við eigum að stjórna samfélagi okkar? Ég segi já, að gott að hafa hana sem viðmið. Eigum við að hafa frjálshyggju sem það eina sem við byggjum samfélagið á? Nei alls ekki, sérstaklega þegar ungir frjálshyggjumenn hafa ekki fyrir því að lesa neitt um hvernig frjálshyggjan varð til. Var það sigur fyrir frelsi á...

Réttur samanburður (6 álit)

í Raunveruleikaþættir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Mér finnst vanta það að koma með raunhæfan samanburð um það sem DV gerði um helgina til að þeir sem eru ekki Survivor aðdáendur sjái hve ferlega fáránlegt þetta var. Hafið þið einhvern tímann lesið kvikmyndadóma þar sem er farið alveg í gegnum plottið frá upphafi til enda? Þetta er mun verra en það. Maður getur ákveðið hvort maður les dóminn, segjum að í einhverri ímyndaðari mynd þá komi fram í lokinn að Bruce Willis sé sonur Sean Connery, engum myndi detta í hug að hafa titilinn á...

12 Monkeys (23 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ekki vera að lesa lengra ef þú hefur ekki séð myndina (þú ættir líka að fara út á næstu leigu og taka hana). S P O I L E R ? Frábær mynd, ein sú besta sem gerð hefur verið. Að mínu mati er þetta eina tímaferðalagsmyndin sem er algerlega samkvæm sjálfri sér. Hún gaf líka tveim leikurum tækifæri til að sína annað andlit, Bruce Willis er hjálparvana maður á stað sem hann veit ekkert um og Brad Pitt er stórfyndinn geðsjúklingur sem tengist útrýminu meirihluta mannkynsins. Ólíkt öðrum...

Málið (10 álit)

í Deiglan fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ég er að spá hvað ykkur finnst um pistlana í fréttum Skjáseins, þeas Málið. Mér finnst pistlahöfundarnir vera mjög misjafnir: Illugi stendur alltaf upp úr, frábær fyndinn og talar um hluti sem skipta máli. Auður er ávallt fyndinn og pistlarnir hennar fjalla um daglegt líf hennar eins og hún hefur alltaf verið frábær í, samanber til dæmis bókina Hvunndagshetjan. Hannes, þó ég fái stundum upp í hálsinn þegar hann er að tala þá er það yfirleitt áhugavert til að fá andstæða skoðun, hann hefur...

Never Mind the Bollocks Here's the Sex Pistols (14 álit)

í Rokk fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Sex Pistols var stofnuð 1975, hún hætti í janúar 1978, starfaði ekki nema í rúm 2 ár en á þeim tíma höfðu þeir gríðarleg áhrif. Hún var stofnuð af gítarleikaranum Steve Jones, trommaranum Paul Cook, bassaleikaranum Glen Matlock og söngvarinn var John Lydon sem kallaði sig Johnny Rotten. Hljómsveitin var stofnuð í kringum búðina Sex sem var í eigu Malcolm McLaren, hann varð umboðsmaður þeirra og hélt því fram að hann hefði búið til hljómsveitina eins og hún lagði sig, fólk leggur mismikinn...

Aríar (23 álit)

í Heimspeki fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ég ætla hérna að fjalla um Aría af því að það er ruglingslegt orð. Fyrr á tímum var orðið notað um þá sem tala Indó-Evrópsk tungumál en eftir Aríadýrkun nasismans þá hvarf orðið úr málfari fólks. Nasistar voru líka mjög blindir þegar þeir notuðu orðið Aríi, þeir litu á Slava sem eitthvað óæðri þó að Slavar væru líka Indó-Evrópskir. Nasistar vildu trúa að Aríar væru einhver ljóshærður bláeygður hvítur kynstofn sem uppfylltu líka það sem orðið þýðir, þ.e.a.s. herrar. Aríar eru líka Indverjar...

Dómskerfið (7 álit)

í Deiglan fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ég fer stundum inn á <a href="http://www.hdne.is“>Héraðsdóma Norðurlands Eystra</a> og <a href=”http://www.haestirettur.is">Hæstarétt</a> og skoða dóma, sérstaklega finnst mér áhugavert að lesa dóma á HDNE vegna þess að maður þekkir stundum fólk sem er verið að dæma. Ég hef tekið eftir nokkrum atriðum sem mér finnst áhugaverð og vill deila með ykkur (ég læt samt vera að tala um kynferðisbrot í þetta sinn). Í fyrsta lagi eru óendanleg heimskulegar reglur sem gilda um skaðabætur, ég man eftir...

Hverjir mótuðu ykkar smekk? (23 álit)

í Rokk fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ég á ægilega bágt, mig langar nefnilega að svara þessarri spurningu sem er búinn að vera í hausnum á mér síðan að grein birtist sem ég skildi fyrst þannig að það væri verið að spyrja um hvaða persónur hafi mótað smekk ykkar. Ég er mest mótaður af systur minni, kemst ekki undan því að játa það. Þegar ég var svona 4-6 ára þá var hún hrifinn af 80s tónlist eins og Duran Duran og Wham! og ég gerði grín að henni. Seinna var hún hrifinn af NýDönsk og ég gerði grín að henni. Að sjálfsögðu er ég...

Fyrsta grein á Heimspeki (11 álit)

í Heimspeki fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Nú er búið að opna Heimspeki áhugamál, ég er ábyrgur fyrir myndunum sem eru hér að ofan, ég ætla örlítið að segja frá þessum heimspekingum sem myndirnar eru af. Frá Vinstri: Sókrates er án efa frægasti heimspekingur vesturlanda. Það eru til nokkrar sögur af því að hann hafi átt það til að stoppa hvar sem er og byrja hugsa djúpt, var þannig oft í marga klukkutíma. Hann skrifaði aldrei neitt niður, honum fannst það var slæmt fyrir minnið. Platón var lærisveinn Sókratesar en ólíkt meistara...

Sögur af lögum (12 álit)

í Rokk fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Líklega væri betri titill á þessu “útskýringar á lögum” en þessi er flottari, hann er líka stolinn frá Steini Ármanni úr þættinum King Kong. Mér datt í hug að það væri gaman að koma af stað svona umræðum um sögur eða athyglisverðar staðreyndir sem er á bak við lög, ég tak mig náttúrulega til og byrja á lagi sem allir Íslendingar ættu að þekkja vegna sögunnar sem er á bak við það. Robert Plant: No, what happened was we went to Iceland, and uh it was one of those times when you went to bed at...

Tónlistarmyndbönd (95 álit)

í Rokk fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Frá unga aldri hef ég haft gaman af tónlistarmyndböndum sem eru frumleg og skemmtileg, mér hefur hins vegar fundist að síðustu ár hafi tónlistarmyndböndum hrakað, kannski hef ég bara minnkað það að horfa á þau. Myndbandið við Sonne er hins vegar algjör snilld og með því flottasta sem ég hef séð. Uppáhaldsmyndböndin mín eru flest með Queen enda voru þeir snillingar á þessu sviði, tvö þeirra standa uppúr: “I Want to Break Free” (sem var bannað á MTV á sínum tíma) og “I'm going Slightly Mad”....

The Freddie Mercury Tribute Concert (11 álit)

í Rokk fyrir 23 árum, 8 mánuðum
The Freddie Mercury Tribute Concert for Aids Awareness 20. apríl 1992 Wembley Fram komu: Brian May Roger Taylor John Deacon Metallica Guns N' Roses Extreme George Michael Elton John Spinal Tap Roger Daltrey (Who) Tony Iommi Zucchero Seal Paul Young Robert Plant (Led Zeppelin) Lisa Stansfield David Bowie Mick Ronson (Spiders from Mars) Liza Minelli Ian Hunter (Mott the Hoople) Bob Geldof Def Leppard Merkilegasti tónleikaviðburður síðasta áratugar. Ætli ég sé ekki að gleyma einhverjum? U2 kom...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok