Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

lurkurinn
lurkurinn Notandi frá fornöld 54 stig
Áhugamál: Hokkí

Breki heitur (1 álit)

í Hokkí fyrir 21 árum, 1 mánuði
Jónas Breki er að gera það gott í Danmörku, kíkið á www.ihi.is

SA - Björninn, háspenna (13 álit)

í Hokkí fyrir 22 árum
Jæja nú er gaman íslenskt hokkí er að verða óbærilega spennandi. Tekst þjálfara Akureyringa að vekja þá af Þyrnirósarsvefninum eða munu heitir Bangsar ná að halda íslandsmeisturunum undir sæng??? Gaman gaman, nú eru allir leikir í deildinni nánast úrslitaleikir og skipta allir miklu máli fyrir liðin. Íslandsmeistararnir SA þurfa nauðsynlega að vinna þennan leik til að ná forustu á SR og Björninn þarf líka að vinna til þess að halda í við hin félögin. Norðanmenn eru núna búnir að tapa tveim...

Markmenn ?????? (19 álit)

í Hokkí fyrir 22 árum
10 HELSTU KOSTIR ÞESS AÐ VERA ÍSHOKKÍ MARKMAÐUR: 10. Búningur fyrir öskudaginn? Ekkert mál. 9. Markmaður Akureyringa getur leikið jólasvein, gefur auka tekjumöguleika. 8. Getur fylgst með píum í stúkunni án þess að það sjáist. 7. Getur slegið (slash) eins og þú villt, þeir setja alltaf einhvern annann í boxið. 6. Hlífarnar láta þig líta út fyrir að vera verulega vöðvastæltan. 5. Með hjálminn getur þú getur leikið Svarthöfða í næsta Star Wars partý. 4. Getur fengið góð viðurnöfn eins og...

Sá hlær best sem síðast hlær. (5 álit)

í Hokkí fyrir 22 árum
Um daginn voru Lykkla Pétur og Satann voru að rífast um íshokkí. Satann lagði til að þeir mundu spila einn leik, á hlutlausu svæði á milli þeirra upprisnu og nokkurra af hans vel völdu drengjum. „Sá okkar sem vinnur hefur rétt fyrir sér.” Bauð Satann. Allt í lagi sagði Lykkla Pétur „en ég vona að þú gerir þér grein fyrir því að allir bestu leikmennirnir og bestu þjálfararnir eru hjá okkur á himnum” sagði Pétur. Ég veit, það er allt í lagi svaraði Satann „við erum með alla dómarana!!!”

Yngingarmeðal (13 álit)

í Hokkí fyrir 22 árum
Ég held því fram að þeir sem spila hokkí séu sérlega sprækir og myndalegir menn. Það er greinilegt að þessi íþrótt heldur mönnum ungum. Sjáið Diddó hann er aldursforseti deildarinnar og er hressari og sprækari heldur en margir af þeim yngri. Það er alveg sama á hverju gengur hann er alltaf brosandi og alltaf kátur, svo er kallin alltaf að skora og deila út stoðsendingum. Ég held að hann yngist með hverju leik. Kannski er hokkí eins og yngingarmeðal, eftir því sem menn æfa meira og lengur...

Gulli Markverja heitur (22 álit)

í Hokkí fyrir 22 árum
Jesús sáuð þið leikinn í gær SR – Björninn. Geðveikur leikur, jafn spennandi og frábær skemmtun, þess gat farið hvernig sem er, það var ekki fyrr en seint í þriðja leikhluta sem SR náði að tryggja sigur. Maður leiksins var Gulli markverja SR hann lokaði markinu alveg, alger rúllugardína, þetta er annar leikurinn í röð sem hann lokar á Breka og Zak. Hann er alveg rosalega heitur gaurinn. Sagt er að Bjarnarmenn séu komnir með hann á heilann, og sjái fyrir sér Berlínarmúrinn þegar þeir horfa á...

Skemmtilegur leikur (9 álit)

í Hokkí fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Leikurinn um helgina var frábær skemmtun, hraði, spenna og mikið af mörkum. Gaman verður að sjá hvernig Akureyringar koma undan sumri um næstu helgi.
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok