Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

ludo
ludo Notandi frá fornöld 33 ára kvenmaður
168 stig

Matarprógramm? (2 álit)

í Heilsa fyrir 20 árum, 1 mánuði
Halló kæru hugarar! Ég var að spá, ég er 14 ára stelpa sem er á fullu í körfubolta og já ég myndi segja í ágætu formi. Ég er samt frekar feit og hef bætt verulega á mig á seinustu vikum.´Ég er gjörsamlega orðin nammisjúk og fitna því svakalega hratt. Ég var í líkamsrækt en má það ekki lengur því aldurstakmarkið er 15 ára. Ég er bara orðin verulega pirruð á þessum lærum mínu, því ég er dæmigerð pera þ.e. fitna mest á lærum og rassi. Ég ætla að byrja fara út að hlaupa með körfunni og var að...

Sléttujárn? (8 álit)

í Tíska & útlit fyrir 20 árum, 1 mánuði
hæhæ allir! Málið er að ég er með frekar mikið liðað hár og er að pæla í sléttujárnum. Ég á eitt sona babyliss keramik (úr byggt og búið) en málið er að UM LEIÐ og ég er búin að slétta á mér hárið og bara á leiðinni úftaf baðinu þá er það aftur orðið krullað :( og það versta er að ég er fokking 2 tíma að slétta allt hárið á mér þótt ég sé bra með axlarsítt hár. Þannig að nú spyr ég kæru hugarar, virka þessi G.ma. sléttujárn þessi alvöru hárgreiðslujárn? Á ég að eyða 10.000 kalli í þetta eða...

Hjálp.! (3 álit)

í Heilsa fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Sko ég er 14 ára stelpa og ég var að byrja í líkamsrækt að lyfta og sona, var ekki feit mig langaði bara að styrkja mig og fleira þannig. En ég ætlaði að taka mataræðið líka aðeins í gegn og það gekk ágætlega en svo allt í einu um þessa helgi þá bara var eins og ég fengi ekki nóg, ég var síétandi og er ennþá og ég er bara alltaf svöng. Getur verið að ég sé að stækka eða hvað er þetta. Verð ég ekki bara feit ef ég held áfram að éta svona mikið :S hjálp..!!!

Meik (7 álit)

í Tíska & útlit fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ég er 14 ára stelpa sem er sona rétt að byrja mála mig og sona og var að spá í að kaupa meik. Vitiði um einhver góð meik, helst sona blaut.! Ég er með frekar ljósa húð og freknur (ekki mikið. þannig endilega komið með hugmyndir af meiki fyrir mig. Nafnið á meikinu væri vel þegið :) Takk fyrir

Í hvað á ég að fara???? -Hjálp- (3 álit)

í Tíska & útlit fyrir 21 árum
Þannig er mál með vexti að ég er að fara á para og vina ball á næsta föstud. þetta er næst stærsta ballið hér og ég veit ekkert hvernig ég á að fara. Ekki get ég farið í gallabuxum og ég fer EKKI í kjól, það er bara ekki ég. En á ég að fara í pilsi eða hvað? Komið með hugmyndir:)

Kann ekki neitt!!! (1 álit)

í The Sims fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Sko ég er sko ný byrjuð að vera í sims. Sumir eru alltaf að tala um að maður geti látið fólk flytja inn til sín, sko vini sína er það hægt? Ef svo er hvernig. Plís nenniði að svara aðeins þeir sem vita þetta en ekki þeir sem eru að drulla yfir sims og/eða mig og korkinn;) Sims er SNILLD

Hvað á litla dúllan að heita??? (3 álit)

í Hundar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ég er á leiðinni að fá hund. Ég ætla að fá mér íslenskan en ég veit ekki hvort það verður tík eða hundur. Ég er að bíða eftir næsta goti:) En hvað á hundurinn að heita nennið að hjálpa mér gefa upp bæði karla og konu nöfn:) Kveðja Katla

Keflavíkurstúlkur Kjörísmeistarar!!! (7 álit)

í Körfubolti fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Það var ekki að merkja nokkur hik eða hikst í leik Keflavíkurstúlkna í gær gegn KR í úrslitum Kjörísbikarsins. Liðið lék af sömu yfirvegun og baráttu og í allt haust og hafði yfirburði frá fyrstu mínútu. Allir leikmenn liðsins komu við sögu og skiluðu sínu hlutverki vel. Eftir fyrsta leikhluta var forystan 9 stig, 16-7, en í öðrum leikhluta gerði Keflavík út um leikinn. Allt var sett á fullt í varnarleikinn og var þar Sonia í fararbroddi. KR stúlkur urðu hræddar og komust hvorki lönd né...

Keflvíkingar Körísbikarmeistarar eftir flautukörfu (7 álit)

í Körfubolti fyrir 22 árum
Fimm sekúndur lifðu af leiknum þegar Darryl Lewis misnotaði síðara vítaskot sitt í stöðunni 72-74 fyrir Grindavík. Páll Axel sló boltann út af og Keflavík átti innkast. Boltinn fór strax í hendurnar á Damon sem bar boltann upp völlinn með nokkru hraði. Guðjón Skúla beið í horninu, en hans var vandlega gætt af Guðlaugi Eyjólfssyni. Damon nálgaðist þriggja stiga línuna með Pál Axel á hælum sér þegar hann stöðvar, stekkur upp og lætur vaða. Svissss! Boltinn smellur í körfunni, 3ja stiga karfan...

Brenton Birmingham og Logi Gunnarsson, á förum. (6 álit)

í Körfubolti fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Það er orið ljóst að Brenton Birmingham muni ekki leika með liði íslandsmeistara Njarðvíkur á næsta tímabili en hann hefur samið við Rueil-Malmaison í frönsku 2. deildinni. Brenton, sem hefur átt glæsilegan feril hér á landi mun í sumar leika með íslenska landsliðinu sem tekur þátt í Norðurlandamóti landsliða í lok Ágúst. Það er ljóst að Njarðvík muni veikjast þó nokkuð við að missa Brenton. Það er nánast öruggt að Logi Gunnarsson leikur ekki heldur með Njarðvík næsta vetur þar sem hann er...

Reykir þú. (0 álit)

í Forsíða (gamla) fyrir 22 árum, 4 mánuðum

Oj Oj (4 álit)

í Húmor fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Vel klæddur lögfræðingur fór inn á bar og pantaði sér martini og sá að við hliðina á honum sat róni sem muldraði og glápti á eitthvað í hendinni á sér. Lögfræðingurinnhallaði sér lengra að honum og heyrði að róninn sagði, þetta lítur út eins og plast, síðan rúllaði hann því á milli fingranna og hélt áfram: En þetta er eins og gúmmí viðkomu. Lögfræðingurinn spurði forvitinn: hvað ertu með þarna manni? Róninn svaraði, ég hef ekki hugmynd, en það lítur út eins og plast en er eins og gúmmí...

Nýr prestur!!! (6 álit)

í Húmor fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Það var nýr prestur við fyrstu messuna sína sem var svo hræddur að hann kom varla upp orði. Eftir messuna spurði hann meðhjálparann hvernig sér hafi gengið. Ágætlega sagði meðhjálparinn, en það gæti hjálpað honum með næstu messu að setja smá vodka eða gin í vatnið sitt, gamli presturinn hafði gert það til að slappa af. Næsta sunnudag setti presturinn vodka í glasið sitt og það kjaftaði á honum hver tuska. aftur spurði presturinn maðhjálparann hvernig sér hafi gengið núna. Ágætlega , sagði...

Spurning? (12 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Munið þið hvað þið ætluðu að skíra börnin ykkar þegar þið voruð lítil? Ég á eina litla frænku sem er ákveðin í að eignast tvíburan og skíra þau Katrín Þóra og Guðmundur Orri. Ef þið munið ekki hvað þið ætluðu að skíra börnin ykkar,hvað finnst ykkur þá flott nöfn. Kveðja Ludo

Kvennaklósett (2 álit)

í Húmor fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Það var einu sinni maður á veitingastað. Honum var mjög mál að pissa og fer að karlaklósettunu og sér að það er upptekið. Hann er alvega að fara að pissa í sig þegar kona sér hann og leyfir honum að fara inn á kvennaklósettið með því skilyrði að ýta ekki á neinn takka. Maðurinn lofar því og fer á klósettið. Þegar hann er búinn að pissa fer hann að skoða takkana. 3 eru hvítir og 1 rauður. Undir fyrsta hvíta takkanum stendur: vv og undir næsta stóð: vl og þriðja hvíta takkanum stendur: pl og...

Fegurðardrottning Suðurnesja (0 álit)

í Lífsstíll (gamli) fyrir 22 árum, 8 mánuðum
BERGLIND ÓSKARSDÓTTIR VAR KOSIN FEGURÐARDROTTNING SUÐURNESJA. Berglind Óskarsdóttir, 18 ára Keflavíkurmær, var kjörin Fegurðardrottning Suðurnesja 2002 í Bláa lóninu rétt í þessu. Snjólaug Þorsteinsdóttir, tvítug Njarðvíkurmær varð í öðru sæti og Vala Rún Vilhjálmsdóttir, tvítug úr Keflavík, varð í því þriðja. Berglind sópaði til sín verðlaunum kvöldsins, því auk þess að vera kjörin Fegurðardrotting Suðurnesja, var hún jafnframt kjörin K-sport stúlkan og Gallery förðun stúlkan. Berglind var...

Haukar unnu Keflavík (0 álit)

í Körfubolti fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Haukar unnu Keflavík á heimavelli sínum í Ás

Fínn Leikur (3 álit)

í Tilveran fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Farið inn á absolutist.com og downloadið Bubble Shooter. Mjög svo skemmtilegur leikur. Kveðja Ludo

Er Michael Jordan orðinn of gamall fyrir körfu. (0 álit)

í Körfubolti fyrir 22 árum, 9 mánuðum

Hvort eru brandaranir um Bush eða Clinton fyndnari (0 álit)

í Húmor fyrir 22 árum, 9 mánuðum

Heldur þú að þú muni fá leið á sims. (0 álit)

í The Sims fyrir 22 árum, 9 mánuðum

Fyndinn (0 álit)

í Húmor fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Það var einu sinni maður í Usa sem eignastaði fullt af peningum og ákvað að kaupa sér viper. Hann ákvað að prufa bílinn og gaf svolítið í. Þá sá hann að löggan var á eftir honum og hann hugsaði að löggann næði honum aldrei á viper svo hann gaf í en svoo fór samviskubitið að segja til sín svo hann ákvað að keyra út í kant. Þá kom löggan og sagði að hann slippi við sekt efa hann myndi segja honum bestu afsökun sem hann hafi heyrt. Maðurinn hugsaði sig um og sagði: Fyrir viku stakk kanan mín af...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok