Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Nú eru 2 hundar komnir í fjölskylduna! (12 álit)

í Hundar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Jæja, núna er ég kominn með annan hvolp. Á einn annan sem er rúmlega eins árs og þessi er að verða 4 mánaða, og er þeir strákar af Silky Terrier kyni. Nú vil ég spyrja ykkur Hugafólk sem hafa átt, eða eiga 2 hunda eða fleiri. ´ Eldri hundurinn er auðvitað forystuhundurinn og það fer ekki á milli mála hjá mér…litli passar uppá að bíða eftir að eldri hefur borðað nægju sína og fer síðan að sínum dalli. Eldri siðar hann líka oft til ef það er eitthvað sem honum líkar ekki við…eða hreinlega að...

Að skipta um hundafóður! (2 álit)

í Hundar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Er einhver hér sem getur sagt mér hvort það hafa verið einhver vandamál að skipta um hundafóður hjá hundunum ykkur (þið sem hafið gert það)? Ég er með mína hunda á Royal Canine, en hef verið að spá í að skipta yfir í Lonestar..hef heyrt að það sé mjög gott og ekki spillir það að verðið er miklu betra. Royal Canine er líka mjög gott…en ekki er verra að spara smá aur ef maður fær sömu gæðin á betra verði.

Urrr... (5 álit)

í Hundar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég á Silky Terrier sem er núna 1 árs. Hann á það til að urra, þá sérstaklega á krakkana ef hann liggur upp í sófa hjá mér og hann sér að þau nálgast. Það er eins og hann vilji ekki hafa þau nálægt þegar hann er hjá mér. Ég skamma hann alltaf og segji nei þegar hann gerir þetta og hendi honum jafnvel úr sófanum. Ég tek eftir því að hann stífnar allur upp og skelfur þegar einhver nálgast sófann og ætlar að setjast hjá honum eða klappa honum. Oft fer hann undir teppið sem ég ligg með yfir mér...

Glefsaði í barn... (3 álit)

í Hundar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég ætla að biðja ykkur um ráð. Þannig var að sonur minn var með vin sinn í heimsókn í gær. Ég á Silky Terrier sem er 1 árs gamall og hann fór inní búrið hans og ætlaði að klappa honum og í því glefsaði hann í hann. Fór smá skinntutla af puttanum og drengurinn auðvitað hrökk voðalega við. Ég auðvitað skammaði hundinn og huggaði drenginn og sagði að þeir mættu ekki fara inní búrið, því þá gæti hundurinn glefsað því hann vill fá að vera í friði. Drengurinn jafnaði sig og allt í lagi með það. En...

Hverjir kaupa hvolp á Dalsmynni? (9 álit)

í Hundar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Það er eitt sem ég er að spá í, hvaðan kemur allt þetta fólk sem kaupir hjá Dalsmynni hvolpa? Víst hún getur endalaust bætt við sig hundum, þá skil ég ekki hvað fólk er að spá í að kaupa hjá henni hvolp? Hún er bara í bullandi sölu konan og það er óhugnalegt. Ég veit amk eina ástæðuna fyrir því, því ég lenti í þessari stöðu nákvæmlega þegar ég ákvað að athuga með hvar ég gæti fengið hvolp af vissri tegund. Ég sé auglýsingu í blaðinu og vefsíðufang á Dalsmynni. Fer þangað inná og sé þessu...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok