Ég hef alltaf litið á mig sem hardcore gamer, týpuna sem kann virkilega að meta tölvuleiki og sekkur sér ofan í þá, og mér líst hreinlega ekki á hvert stefnir fyrir okkur. Leikjaframleiðendur virðast búnir að snúa baki við okkur, sem komum þeim á kortið, og eru farnir að einbeita sér að einfeldningunum sem vita varla hvað þeir eru gera í tölvunni. Gott dæmi um þessa þróun er útgáfa Wii-smábarnatölvunnar. Þessi “leikjatölva” (sem er ekkert annað en Gamecube 1.5 með stýripinna sem þú sveiflar)...