„Þið gætuð álitið sem svo að höfundar vinni ætíð eftir fyrirfram gerðri áætlun þannig að framtíðin sem ákvarðast af fyrsta kafla verði ófrávíkjanlega að veruleika í þeim þrettánda. En höfundar skrifa skáldsögur af óteljandi mismunandi ástæðum: fyrir peninga, fyrir frægð, fyrir gagnrýnendur, fyrir foreldra, fyrir vini, fyrir ástvini; af hégómagirnd, af hroka, af forvitni, til skemmtunar: eins og snjallir húsgagnasmiðir hafa gaman af að smíða, drykkjurútar að drekka, dómarar að dæma, eins og...