Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Indverskt kryddaðar smásögur (0 álit)

í Bækur fyrir 12 árum, 8 mánuðum
Ég er að lesa smásagnasafnið Túlkur tregans eftir konu að nafni Jhumpa Lahiri. Lahiri er fædd í Englandi, uppalin í Bandaríkjunum en er af indverskun ættum. Munur bandarískrar og indverskrar menningar og þær aðstæður sem sem innflytjendur og afkomendur þeirra lenda í eru rauði þráðurinn í  gegnum allt safnið. Túlkur tregans er fyrsta birta verk höfundar og fékk hún fyrir það hin virtu bandarísku Pulitzer verðlaun árið 2000.   Í öllum sögunum mætast bandarísk og indverk gildi á einhvern hátt:...

Púsl (0 álit)

í Smásögur fyrir 12 árum, 9 mánuðum
Hún prófar púslin eitt og eitt. Vonar að eitthvert þeirra passi við næsta. Falli að. Hún veit að þolinmæðin þrautir vinnur allar. Að eina leiðin sé að reyna að sigta út hvað gæti passað og prófa svo. Ef það hepnnast ekki í yfrstu tilraun þarf að prófa næsta. Eldhúsborðið er heimur útaf fyrir sig. Þrjú þúsund bitar í óreiðu en við hliðina á liggur mynd sem sýnir hvernig myndin lítur út þegar búið er að raða öllu saman í róandi mynd af fallegu landslagi. Fyrir utan rammann eru bitarnir...

Hungurleikarnir - myndin vs. bókin (1 álit)

í Ævintýrabókmenntir fyrir 12 árum, 9 mánuðum
Ég hef ekki lesið Hungurleikana en fór að sjá myndina í gærkvöldi og skemmti mér vel. Ég mun örugglega lesa bækurnar við tækifæri. En hvað segja þeir sem hafa lesið bækurnar um myndina?

Dalalíf (0 álit)

í Bækur fyrir 12 árum, 12 mánuðum
Hvað getur einhleypan mann af sæmilegum efnum á ákveðnum aldri vantað annað en góða konu? Það skiptir ekki máli hvort um er að ræða hr. Darcy í Hroka og hleypidómum eða Jakob Jónsson hrepsstjóra á Nautaflötum í Hrútadal. Dalalíf Guðrúnar Árnadóttur frá Lundi er rúmlega 2,000 blaðsíðna verk og kom fyrst út í fimm bindum á árunum 1946-1951. Sagan gerði Guðrúnu eina af ástælustu rithöfundum landsins á þeim tíma. Bókmenntafræðingarnir þá skrifuðu sveitarómantíkina og kaffiþambið ekki hátt en...

Tvær bækur eftir Braga Ólafsson (2 álit)

í Bækur fyrir 13 árum, 1 mánuði
Fyrir nokkrum vikum hafði ég ekkert lesið eftir Braga Ólafsson en síðan þá er ég búin með tvær af skáldsögum hans: Samkvæmisleiki og Sendiherrann. Ýmislegt eiga þessar tvær bækur sameiginlegt annað en höfundinn. Báðar fjalla þær um karlmenn sem eru frekar hlédrægir og verða seint krýndir meistarar í mannlegum samskiptum. Í báðum tilfellum er söguþráðurinn spunninn í kringum tiltölulega venjulega atburði. Í Samkvæmisleikjum um þrítugsafmæli söguhetjunnar en í Sendiherranum heldur aðalpersónan...

Á kaldri vetrarnóttu (0 álit)

í Smásögur fyrir 13 árum, 2 mánuðum
Húsið var að kæfa mig. Þannig leið mér stundum, jafnvel þótt ég væri ein heima. Hefði ég verið niðri í bæ hefði ég fengið mér gögnutúr í sjoppuna og keypt mér ís, þrátt fyrir frostið. En fimm kílómetra göngutúr niður í bæ eftir ís í frosti var ekki sniðugasta hugmyndin. Pabbi og mamma voru á þarnæsta bæ á þorrablótsnefndarfundi. Ég klæddi mig í dúnúlpuna, snjóbuxurnar, húfu og vettlinga. Mælirinn sýndi –5° C. Þótt mig langaði út langaði mig ekki að verða kalt. Ég gekk út í myrkrið. Um það...

Himnaríki og helvíti (4 álit)

í Bækur fyrir 13 árum, 2 mánuðum
Mér hefur aldrei orðið eins kalt af því að lesa bók við lestur Himnaríkis og helvítis eftir Jón Kalman Stefánsson. Það er vetur í sjávarplássi á Íslandi á 19. öld og róið er út á opnum árabátum. Þótt ég viti ýmislegt um lífið á Íslandi á 19. öld hafði ég aldrei spáð í hvernig fólk raunverulega lifði. Ekki bara hvernig það heyjaði og hvernig það bjó heldur hvað það hugsaði, hvaða drauma það hafði og hversu raunhæfir þeir draumar voru. Söguhetjuna dreymir um að fara í skóla, lesa bækur og...

Mér þykir skemmtilegast að lesa um... (0 álit)

í Ævintýrabókmenntir fyrir 13 árum, 3 mánuðum

American Gods eftir Neil Gaiman (0 álit)

í Ævintýrabókmenntir fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Tíu ára afmælisútgáfan og mér skilst að sjónvarpsþáttasería sé í vinnslu.

Morgna í Jenín (0 álit)

í Bækur fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Í Morgnum í Jenín segir frá Palestínustúlkunni Amal Abulheja. Í gegnum sögu hennar er sögð saga Palestínumanna, þjóðarinnar sem ýtt var til hliðar árið 1947 þegar heimsbyggðin þjáðist af samviskubiti yfir helförinni. Ísraelsríki var stofnað og aldrei var hugsað út í hvert fólkið sem ræktað hafði landið, olívu-, appelsínu- og fíkjutrén síðustu 2000 ár átti að fara. Albuhawa lýsir með fallegum texta sínum sterkum tengslum fólksins við landið, rótleysi flótmannalífsins og hatrinu. Eftir þennan...

Hit List (0 álit)

í Ævintýrabókmenntir fyrir 13 árum, 6 mánuðum
Glænýja Anita Blake bókin sem kom út í byrjun júní 2011. Hvorki meira né minna en bók nr. 20 í röðinni.

Guðsgjafaþulu eftir Halldór Laxness (0 álit)

í Bækur fyrir 13 árum, 6 mánuðum
Sumum finnst hún fáránleg og hrútleiðinleg. Mér fannst hún skemmtileg og lýsingarnar á hinum íslensku útrásarvíkingum upp úr 1920 algjörlega óborganlegar. Í Guðsgjafaþulu raðar Halldór Laxness saman minningabrotum af karakterum, sögum og vísum sem honum bárust til eyrna hér og þar í skemmtilega ýkta frásögn af athafna- og fjárglæframanninum Íslands-Bersa sem 1920 er sendur til Kaupmannahafnar að selja Svíum Íslandssíld. Skemmtilegar samsvaranir við nútímann. Þá var ekki veðjað á álver og...

Gaddakylfan 2011 - glæpasagnasamkeppni (0 álit)

í Smásögur fyrir 13 árum, 7 mánuðum
Hið íslenska glæpafélag í samstarfi við DV ætla að halda áfram með hina árlegu glæpasmásagnakeppni Gaddakylfuna. Skilafrestur fyrir frumsamdar glæpasögur er 5. ágúst og verða úrslitin gerð kunn 21. september. Hámarkslengd er 3.000 orð. Sjá líka http://www.dv.is/gaddakylfan/. Undanfarin ár hafa verið veitt verðlaun fyrir bestu þrjár sögurnar en ca. 10 verið birtar. Þá er bara að munda blýantinn og upphugsa glæp!

Viðtal höfund Blekhjarta-bókanna (0 álit)

í Ævintýrabókmenntir fyrir 13 árum, 7 mánuðum
Á heimasíðu Goethe stofnunnar í Kaupmannahöfn er áægtis viðtal við Corneliu Funke sem þýtt hefur verið á íslensku. Funke er þekktust fyrir bókina Blekahjarta og framhaldsbækur. Hér er slóðin: http://www.goethe.de/ins/is/rey/is2975708.htm

Yfirlestur og endurbætur (4 álit)

í Smásögur fyrir 13 árum, 7 mánuðum
Að klára ritsmíð er frábær tilfinning og full ástæða til að fagna slíkum tímamótum. En eins og Grettir Ásmundarson sagði: „Eigi er sopið þó að í ausuna sé komið“. Fyrsta uppkast að ritsmíð er næstum aldrei fullkomið. Sama hvort þér finnst það sem þú varst að enda við að skrifa vera fullkomið eða ömurlegt, þá er líklegt að þú hafir rangt fyrir þér. En ekki örvænta, lykilorðið er yfirlestur. Nokkur ráð fyrir ritsmíðar sem þú hefur „lokið“: 1. Láttu textann liggja í nokkra daga áður en þú hann...

Stefan Raab og Evróvision (1 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 13 árum, 7 mánuðum
Ég ætla að gerast svo kræf að skrifa heila grein um einn af kynnunum keppninnar í ár. Það kann að hljóma undarlega en það vill svo til að þessi náungi á töluverðan þátt í því að draga Evróvision upp úr því göturæsi sem það var lent í í öðru fjölmennasta Evróvision landinu, Þýskalandi. Þar að auki er Evróvision saga hans afar fjölbreytt. Stefan Raab (fæddur 1966 í Köln) er þekktur í Þýskalandi sem lagasmiður, söngvari, upptökustjóri, sjónvarpsmaður, sjónvarpsþáttaframleiðandi og...

Skuggasjónaukinn (0 álit)

í Ævintýrabókmenntir fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Þriðja bindið í þríleiknum eftir Philip Pullman.

Vatn handa fílum eftir Söru Gruen (3 álit)

í Bækur fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Jakob Jankowski er að undirbúa sig undir lokaprófin í dýralæknisfræði í einum virtasta háskóla Bandaríkjanna og íhugar hvernig hann geti fengið bekkjarsystur sína til að sofa hjá sér. Þá fær hann þær fréttir að foreldrar hans hafi látist í bílslysi. Skyndilega stendur hann einn eftir í heiminum með óljósa framtíð og getur ekki einbeitt sér að próflestrinum. Eftir að hafa frosið í prófi stingur hann af og lendir uppi í sirkuslest. Fyrr en varir er Jakob farinn að sinna sýningarhestum,...

Hversvegna skrifa höfundar - tilvitnun (0 álit)

í Smásögur fyrir 13 árum, 9 mánuðum
„Þið gætuð álitið sem svo að höfundar vinni ætíð eftir fyrirfram gerðri áætlun þannig að framtíðin sem ákvarðast af fyrsta kafla verði ófrávíkjanlega að veruleika í þeim þrettánda. En höfundar skrifa skáldsögur af óteljandi mismunandi ástæðum: fyrir peninga, fyrir frægð, fyrir gagnrýnendur, fyrir foreldra, fyrir vini, fyrir ástvini; af hégómagirnd, af hroka, af forvitni, til skemmtunar: eins og snjallir húsgagnasmiðir hafa gaman af að smíða, drykkjurútar að drekka, dómarar að dæma, eins og...

Harún og sagnahafið eftir Salman Rushdie (0 álit)

í Bækur fyrir 13 árum, 9 mánuðum
Fyrsta bók sem Salman Rushdie skrifaði eftir að Söngvar Satans komu út og hann hlaut líflátsdóm er fallegt ævintýri fyrir fullorðna ekki síður en börn. Í borg sem er svo sorgmædd að hún hefur gleymt nafninu sínu býr sögumaðurinn Rashíd Khalífa. Vinir hans kalla hann Hugmyndahafið en óvinir hans Keisarann af bla-bla. Harún, sonur hans lifir ágætu lífi þar til móðir hans yfirgefur þá feðga og sagnamaðurinn Rashíd kemur ekki upp stöku söguorði, bara krunki. Tilraun til þess að bjarga sagnagáfu...

Stuðningsyfirlýsing með unglingum (6 álit)

í Tilveran fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Kæru unglingar Því miður get ég lengur talist í ykkar hópi, en mig langar að segja ykkkur að ég hef trú á ykkur. Eftir fréttir undanfarinna mánaða, og vikunnar sem er að líða, get ekki lengur orða bundist yfir þeirri meðferð sem þið þurfið að sæta í samfélaginu. Ég trúi því ekki að velferð ykkar sé ógnað með því að fara á unglingaball með Páli Óskari, þótt það sé ekki skipulagt af skólayfirvöldum eða ÍTR. Ég hef fulla trú á því að þið getið, í samráði við foreldra ykkar, skipulagt leið til...

Samastaður í tilverunni - Ofurbloggarinn Málfríður Einarsdóttir (1 álit)

í Bækur fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Fyrirfram hefði ég ekki búist við því að bloggfærslur yrðu mér ofarlega í huga þegar ég fór að lesa bókina „Samastaður í tilverunni“ eftir Málfríði Einarsdóttur. Bókin, sem kom fyrst út 1977 þegar Málfríður var 78 ára, segir frá uppvexti og lífi hennar á fyrri hluta 20. aldarinnar auk þess að greina nokkuð frá aðstæðum fólks og atburðum sem gerðust seint á 19. öldinni. Það er synd að Málfríður skyldi ekki lifa bloggöldina. Hún hefði verið svakalegur bloggari. „Samastaður í tilverunni“ er...

Merkiskonur sögunnar - gagnrýni (3 álit)

í Sagnfræði fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Bókin Merkiskonur sögunnar eftir Kolbrúnu S. Ingólfsdóttur vakti athygli mína enda oft fáar konur til umfjöllunar í hefbundnum yfirlitsbókum um mannkynssöguna. Ég er ekki sagnfræðingur né sérstaklega fróð um söguna en er forvitin um merkilegt fólk. Ég get því lítið gagnrýnt sagnfræðilegan þátt bókarinnar nema sem almennur lesandi. Hugmyndin um að taka saman bók með stuttum kynningum á merkilegum konum sögunnar er mjög góð og þörf en afurðin olli mér miklum vonbrigðum. Bókin kom út árið 2009...

Uppskrift að smásögu – Maður uppi í tré (1 álit)

í Smásögur fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Á heimasíðunni www.write101.com er byrjendum í ritun smásagna ráðlagt að byggja sögur sínar upp á þennan hátt: 1. Settu mann upp í tré. 2. Kastaðu steinum í hann. 3. Komdu honum niður. Þetta er ágætis ráðlegging. Þetta er það eina sem þarf í smásögu: Aðstæður – vandamál – lausn. Auðvitað er þetta bara ein af mörgum uppskriftum að smásögu. En ef annað bregst má spyrja sig hvern fjárann maðurinn er að gera uppi í trénu.

Lúmski hnífurinn (0 álit)

í Ævintýrabókmenntir fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Annað bindið í þríleik eftir Philip Pullman.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok