Ég get ekki sannað neitt fyrir sjálfri mér þar sem það væri líffræðilega rangt… En já, til þess að sanna að ég sé til þá þarf ég að geta sannað að ég sé ekki bara partur af annari manneskju í formi hugsunar eða dagdraums eða eitthvað, sem ég get ekki. Og ef ég einfaldlega geri ráð fyrir því að ég sé til án þess að hafa nokkra sönnun aðra en eigin skynjun get ég út frá sömu rökum gert ráð fyrir því að það sem mig dreymir sé rétt og ef svo er þá á ég til að deyja og birtast svo allt í einu...