Hún sat ein í rólunni og rólaði sér fram og aftur, aftur og fram. Ljósa hárið hennar sveiflaðist í vindinum og hún gretti sig á móti sólinni. „Vorið er að koma!“ kallaði hún hátt upp í loftið, en fékk auðvitað ekkert svar. Hún hélt áfram að róla og róla þegar ský dró fyrir sólu, en skýið var ekki ský heldur ungur piltur sem undraði sig á því við hvern stelpan væri að tala. „Ég tala við alla, heiminn, sjálfa mig og sólina líka“ sagði hún hátt með bros á vör. Stráknum fannst hún vera eitthvað...