Ég er búinn að fá nóg af þessum vitleysingum sem halda að þeir viti hvað frjálshyggja sé þannig að þið getið lesið þetta: rjálshyggja í fáum orðum Hver er siðaskoðun frjálshyggjumanna? Sú, að einstaklingnum beri sjálfsákvörðunarréttur, sem takmarkist einungis af sama rétti annarra einstaklinga, einstaklingurinn sé tilgangur, en ekki tæki annarra. Frjálshyggjumenn kjósa frelsið, tortryggja valdið og hafna ofbeldinu. Þeir telja einstaklinginn þroskast af frelsinu og ábyrgðinni sem því fylgir...