Hestum líður best í hreinu og björtu hesthúsi. Reyndu að ná sambandi við hestinn og tala við hann. Vertu vinur hans. ÞAð þarf að moka undan hestinum á hverjum degi, gefa honum að éta, kemba og bursta, hleypa út og fara á bak. Þetta er mikið en nauðsynlegt. Þetta eru þarfir hestsins og þeim þarf að fylgja. Ef hestur gerir eitthvað sem hann á ekki að gera þarf að kenna honum að gera það ekki með því að skamma hann. Hesturinn er lifandi vera hugsaðu um hann eins og þú villt láta hugsa um þig.