Halló halló, Kvakkurinn hér! Heyriði, ég á í “smá” vanræðum. Þannig er mál með vexti að ég er með magnara og tvo 300w pioneer hátalara plöggaða í hann og ég er að fá vélarhljóð dauðans í hátalarana.(þ.e að ég heyri í vélinni í græjunum og líka þegar ég kveiki á miðstöðinni og rúðuþurkunum o.s.frv) Nú segja margir, “bara setja filter á etta” En þar liggur hundurinn grafinn því ég er búinn að filtera nánast allt!!! ég lét filter á Alternatorinn og þá fór þetta en alternatorinn hætti að hlaða....