Tveir sveitalubbar, Jói og Siggi, sáu að þeir voru komnir á endastöð í lífinu og ákváðu að fara í skóla til að komast eitthvað áfram. Þeir byrja á því að fara til námsráðgjafa og Jói fer inn fyrstur. Námsráðgjafinn ráðleggur Jóa að taka stærðfræði, sögu og rökfræði. “Hvað er rökfræði?” spyr Jói. Námsráðgjafinn svarar: “Leyfðu mér að koma með dæmi. Áttu sláttuvél?” “Hana á ég,” svarar Jói. “Þá geri ég ráð fyrir; og nota rökfræði, að þú eigir garð,” svarar námsráðgjafinn. “Mjög gott,” segir...