Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

krullifraud
krullifraud Notandi síðan fyrir 19 árum, 4 mánuðum 32 ára kvenmaður
194 stig

Mín drauma úrslit á Em.. (6 álit)

í Stórmót fyrir 16 árum, 5 mánuðum
…Þau eru reyndar flogin útum gluggan akkúrat núna. En ég var að vonast til þess að Holland og Portúgal myndu spila til úrslita. Þegar þessi 2 lið spiluðu leik á síðasta HM þá voru úrslitin blóðug. Það var geðveikur leikur. Mér þykir Holland spila alveg frábærlega skemmtilegan fótbolta og ég elska hvað portúgal spilar svo snöggt og klókt . Anyways, ég held reyndar með Spáni og Holland átti að vera back-up planið mitt sko ef Spánn yrði fyrri til að detta út. En fyrst Holland er dottið út en...

Meistari (5 álit)

í Hestar fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Ætli ég reyni ekki að monnta mig meira af nýja folaldinu og sendi eina mynd þar sem hann er nú staðin upp og svona :) Þetta er allavega Meistari frá Ytra - Hóli 2 hann er undan Perlu frá Ytri - Bakka og Tinna frá Kjarri. Algjör gullmoli. !

Ný kominn í heiminn (6 álit)

í Hestar fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Fyrsta folaldið sem kemur hjá okkur. Fáum svo 3 í viðbót. Þetta er rauðstjörnóttur hestur. Mamman er jarp-litförótt og pabbinn brúnn.

Boggar (6 álit)

í Harry Potter fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Hvað gerist ef maður stendur fyrir framan bogga og maður er lofthræddur ?

Túndra (2 álit)

í Hestar fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Myndin er tekin í haust uppí fjalli þannig að hún er veeel feit greyið en ég bara elska litinn á henni svo geðveikt mikið hún er svo geðveikt falleg. Verst að hún er alveg kolbrjáluð í skapinu.

Nicolas Flamel (7 álit)

í Harry Potter fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Ég var að lesa The Da Vinci Code áðan og ég rakst á svolítið á einni blaðsíðunni. Þar var listi yfir Reglumeistara frímúrarareglurnar eða þá hinsvegar musterisriddarana. Það stóð: Prieure de sion - les nautoniers -svo kom listi af nöfnum reglumeistarana og ártal- og í miðjunni var 1398 - 1418 Nicolas Flamel mér fannst þetta voðalega fyndið. :) ég veit ekki hvort þetta hefur komið hérna áður en mér datt í hug að setja þetta hérna ;D

Knöttur (1 álit)

í Hestar fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Þetta er hann Knöttur. Hann er 1 vetra :) Hann varð í 3. sæti á folaldasýningu í fyrra :) hann er voðalegt krútt greyið !

Gota hatur (26 álit)

í Tíska & útlit fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Til byrjunar vil ég að þið lesið þessa grein sem ég fann á BBC. co. uk hún er reyndar á ensku. http://news.bbc.co.uk/2/hi/uk_news/england/lancashire/7291985.stm Nú jæja, Hvað finnst ykkur um þetta.. fólk er bara drepið fyrir að klæða sig ‘öðruvísi’. Nú er ég ekki goti en ég get ekki sagt að mér líki eitthvað illa við fólk sem kýs að kalla sig það. Hvað finnst ykkur ?

Silfri litli (3 álit)

í Hestar fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Ætli maður verði ekki að vera aktívur í því að senda inn myndir :) það er það eina sem ég nenni að gera ! Annars elska ég litinn á honum Silfra :) hann er með voðalega fallegan haus en þvílíkt búkljótur greyið haha :)

Nú er frost á fróni.. (1 álit)

í Hestar fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Hér er hoho úti í alveg stórglæsilegu veðri sem var einhverntímann um daginn. Vorkenndi útigangnum ekkert smá mikið. Voru öll þakin í snjó !

Uppáhaldið mitt :) (3 álit)

í Hestar fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Þetta er hann Undri minn í vetrarfeldinum .. :D

Lestarstöðin *Spoiler* (25 álit)

í Harry Potter fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Hemm :) Eitt sem ég var að velta fyrir mér þegar ég var búin að lesa bók númer 7. Þegar Harry “deyr” og fer á lestarstöðina að tala við Dumbledore þá er alltaf verið að tala um einhverja veru sem var þarna líka. Getur verið að einhver geti útskýrt þetta nánar fyrir mér þar sem ég fattaði ekki alveg tilganginn í henni. Eða er ég bara svona voðalega heimsk :D

Kaldi litli (5 álit)

í Hestar fyrir 16 árum, 10 mánuðum
partur af einu folaldinu sem við fjölskyldan fengum í sumar :) vá ég get ekki sagt hve mikið ég elska glaseygt á hrossum :) við eigum held ég 3 glaseygð hross :) Annars þá er þetta mynd sem ég tók bara um daginn þegar ég fór að kíkja á hestana þau voru svo áköf að koma til mín að ég náði varla neinni mynd sem var heil. En mér finnst þessi voða fín.

Undri minn (9 álit)

í Hestar fyrir 17 árum
Þetta er mynd frá því í sumar af folaldinu mínu honum Undra :)

Leikur (217 álit)

í Sorp fyrir 17 árum, 1 mánuði
http://www.destination-elsewhere.co.uk Alveg föst í þessum leik, ég komst upp í 15. borð en svo kemst ég ekki lengra.. :) Leikurinn gengur útá það að komast alltaf í næsta borð, en maður þarf að leysa “gátur” Ef þið ætlið að reyna við þennan leik er gott að sverta hlutina alltaf, lesa leiðbeiningar, hint, page source. Rosalegt mind thing eitthvað.. vill einhver hjálpa mér að komast í 16 borð :(

7. bókin á ísl (8 álit)

í Harry Potter fyrir 17 árum, 1 mánuði
Jæja núna styttist í bókina á íslensku :) ég er búin að lesa hana á ensku en hlakka til að lesa hana og auka ögn skilning minn :)

hverjir ? (101 álit)

í Sorp fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Jæja smá spurningar.. Hverjir á /sorp búa ekki á höfuðborgarsvæðinu? Hverjir á /sorp búa á akureyri ? Hverjir á /sorp eru frábærir? Hverjir á /sorp búa hvorki á akureyri né höfuðborgarsvæðinu? mér leiðist.þþ

Spurning ? (5 álit)

í Harry Potter fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Haha..er Trivian alveg hætt.. :) fór alltí einu að pæla í þessu :)

RJÓMI ? (59 álit)

í Sorp fyrir 17 árum, 3 mánuðum
hver er vakandi? Sá sem er vakandi má svara þessu .. 1.hvað ertu gamall/gömul ? 2. áttu þér milli nafn ? 3. drekkuru eintómann rjóma þegar enginn sér til þin?

Myrk (5 álit)

í Metall fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Hljómsveitin Myrk :)

Earthworm Jim (9 álit)

í Teiknimyndir fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Hver man eftir þessari teiknimynd var sýnd á stöð 2 mynnir mig http://www.veoh.com/videos/v644221byeQZjNS

Eyra *spoiler* (8 álit)

í Harry Potter fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Hvernig haldiði að íslenska þýðingin höndli eyrnabrandarana sem George segir í bókinni.. Ég get ekki ímyndað mér hvaða leim brandari kemur :)

Litur ? (52 álit)

í Sorp fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Hallo.. ég er í algjöru pain hérna.. Bý á ak. og keyrði til rvk kl. 6.30 til að fara í jaxlatöku… bluuuuurrrllll Ojjj þetta var viðbjóður….uhm er geðbilaðslega bólgin núna… lýt ut eins og körfubolti !!! Uhmmm.. búin að taka 2 parkódín og 2 parkódín forte.. og eina penselín.. þannig að ég er skemmtilega high. :D allavega vantaði eitthvað til að gera… Hver er uppáhalds liturinn ykkar? Bætt við 15. ágúst 2007 - 23:11 Já minn er svartu

Orðaleikur (22 álit)

í Sorp fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Smá leikur… sá sem nær að útskýra hvað öll orðin þýða fyrst hann má kaupa sér ís.. Buxnaskjóni Hengilpúki Sneddí Moskóvíti Vabbalú njórunn Skemmtið ykkur vel ;)

Batman (8 álit)

í Myndasögur fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Hefur einhver pælt í hvað Batman er léleg “ofur hetja” hann er náttúrlega lang svalastur og bjargar ávalt deginum en hann er ekkert “ofurmenni” hann er ekkert með neina ofurkrafta hann á bara helling af tækjum og er með svaðalega upphandleggsvöðva, en það er alltaf verið að tala um að hann sé eitthvað ofurmenni… eru það ekki svona gaurar sem geta flogið.. eða er ég bara að bulla… Batman er bestu
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok