að kveðast á er mjög skemmtilegur leikur, þú endaðir á vetur þannig að mín vísa byrjar á R. Rúnki fór í réttirnar ríðandi á honum Sokka. Yfir holt og hæðirnar hann lét klárinn brokka. Þannig að sá næsti byrjar sína vísu á A-i. Ég og amma kváðumst oft á inn á skrifstofu þegar ég var lítil, en hvað það var gaman :)