Klukkan 13:46 í dag, hringdi lögreglan í pabba minn og tilkynnti að 1 árs gamli fressinn okkar, Lilli, hafði orðið fyrir bíl og dáið samstundis. Ég er enn í sjokki og tvíburasystir mín er enn með tárin í augunum. Hann átti að fá jólagjöf og rækjur í kvöld og fá að leika sér í jólatrénu. En nú er hann dáinn og við verðum víst að fá nýjan kött fyrr eða síðar. Lilli var besti kötturinn sem við höfum átt (við áttum fjóra ketti á undan honum) Því miður er ég ekki með myndir af honum í tölvunni...