Ég veit ekki hvort ég tými 60.000 en ég sé bara til hvernig verðið verður í mars. Ég ætla bara að reyna að kaupa hana áður en MGS4 kemur. Kannski reyni ég að selja PS2 tölvuna mína ef PS3 getur spilað MGS1, MGS2 og MGS3:Subsistence almennilega.
Uppáhaldsleikirnir mínir á NES voru auðvitað Mario Bros. leikirnir og svo var Sonic líka skemmtilegur á Sega en uppáhaldsleikirnir minn er Metal Gear Solid á PSX og Metal Gear Solid 3 á PS2.
1. Sama hér, nema Ocelot bardaginn virkar bara með gamla sjónarhorninu. 2. MGO er snilld. Ég trúi ekki að þetta sé prufuútgáfa. Ég heiti Snákurinn. 3. Sama hér. MG2 er uppáhaldið mitt. 4. Metal Gear Raiden og Metal Gear Sigint.
Satt mál. Spurningar: 1. Hvað finnst þér um myndavélarsjónarhornið 2. Ertu með tengi og ef svo hefur prófað MGO/Hvað er MGO nafnið þitt? 3. Hvað finnst þér um gömlu MSX-leikina? 4. Hvað er fyndnast í Secret Theater?
Virðist vera. En eiga ekki Sony að vera komnir á gott skrið núna. Eiginlega eina ástæðan sem ég kaupi mér PS3 er Metal Gear Solid 4. Ekki koma með kjaftasögurnar um að leikurinn komi kannski á Xbox 360, því að það er engin sönnun fyrir þeim. Kojima sagði sjálfur að Octo-Camouflage virkaði bara í PS3 og hann er einn af aðalfítusunum í MGS4..
Já og nei. Núna er svo miklir væluskjóður og allir þeir skemmtilegu eru annaðhvort hættir eða að spila MPO. En þetta er mjög skemmtilegt og ávanabindandi. Verst þegar einhver auli svindlar eða eitthvað. Mér var einu sinni sparkað úr leik fyrir að vera betri en host-inn… En ekki láta það aftra þér í að spila MGO, ef þú átt Subsistence og kemst á netið. Þetta kemur stöku sinnum fyrir.
Þú getur ekki vitað það nema þú prófir hana. For all I know, þá gæti Wii ekki verið neitt sérstök, en ég hef ekki prófað hana þannig að ég get ekki sagt mitt álit henni. Bíddu þar til að þú prófar hana og segðu svo þitt álit.
Þá er best að byrja. Þú gætir reynt að fá fyrsta leikinn lánaðann eða downloadað honum fyrir PC. Svo er lík hægt að panta á netinu en þú getur keypt Metal Gear Solid 3: Subsistence í BT. Og takk fyrir.
Gott ef maður getur fílað marga leiki í einu, sérstaklega ef þeir eru algerlega ólíkir. En ekki er það þannig hjá mér þessir MGS-leikir eru þeir einu sem ég nenni að spila núorðið.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..