Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

konrad
konrad Notandi frá fornöld 45 ára karlmaður
156 stig

Vina mín (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ef að allur heimsins auður, allt í einu byðist mér. Í framan yrði eins og sauður, er hann ekki þegar hér? Því ekkert ég í heimi á, í heildina meir að virði. En að vit' að vænta má, vinarstoð við byrði. Huggun mikil er það mér, er myrkur yfir hvílir. Vina mín að vit' af þér, vinur sem mér skýlir.

Allt sem ég ekki á... (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Allt sem ekki fengið hef, ég gjarnan vildi öðlast. Fyrir það ég allt mitt gef, svo áfram geti böðlast.

Nafnlaus saga (í bili) (1 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Upphafsorð -Það er ekki gott að segja. -En þér líður samt ekki vel, er það? -Hvað heldurðu eiginlega að ég sé. Algerlega tilfinningalaus??!?? -Nei auðvitað ekki, en það er bara svo erfitt að “lesa” þig. -Hvað áttu við “lesa”? -Nú, hvernig þér líður. Þú ert svo lokaður að það er eins og að reyna að giska á hvernig grjóti líður, að fatta tilfinningar þínar. Hann þagði. Velti fullyrðingu hennar fyrir sér og varð að viðurkenna, allaveganna fyrir sjálfum sér, að hún hafði rétt fyrir sér. Hann var...

The act of conceiving a child (1 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 9 mánuðum
“Honey, I’ve got wonderful news. I’m pregnant…. you’re going to be a dad!” I can’t think of a better way to start the week. But unfortunately I wasn’t so lucky, the first I heard of my child was a note slipped under my door. Sex was wonderful, condom wasn’t, I’m pregnant, see you in court. Signed Laurie. Laurie a ravenous redhead, 4-11, with tits that scream ‘squeeze me’ and a tight ass you could bounce a quarter on. We met at Al’s pool and lounge, a local hangout for singles with cash and a...

Oh (0 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 9 mánuðum
It’s a Sunday night. It’s raining, earlier it snowed, but the snow turned to sleet and sleet to rain. I hate rain, it makes me wet and I’m not particularly fond of being wet. Not that I mind taking showers, having a bath or swimming, but I don’t fancy being wet when I don’t mean to. Like tonight. I’m working; I’m a security guard at a downtown apartment building. There are three of us here. One has to stand outside, on sits at the desk looking at the cameras and signing guests in and out....

Veröld (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Veröldin hún virðist mér, voða orðin úr sér gengin. Níðst hefur á sjálfri sér, sloppið burt með illan fenginn. Upp úr iðrum sínum dælt, eitrinu sem hausin kvelur. Hún aldrei hefur í því pælt, hversu ódýrt sig hún selur. Ef gaumgæflega að er gáð, glöggt er hægt að finna. Hverjir Þeim fræum hafa sáð, sem hörðust meinin vinna.

Atómljóð (5 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Margir yrkja atómljóð, og einstaka sig telja. Þeir í opin sækja sjóð, sig alltof ódýrt selja. Ferskeytlan hún mitt form er, fellur að mér dálaglega. Við limrur einnig líkar mér, ef læðist að þeim varlega. Persónulegt mat mitt er, að misjaflega fólki gengur. Bundið málið binda sér, bara æfa sig því lengur.

Kvalræði kveðskaparins (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Það berst mér úr bláhorni hugans, bjagað og skortir allt rím. Samt ég læt ekki bugast, og úr verður ambaga fín. Svo leiða á leirinn á blað, en leiðin er bugðótt og ströng. Þegar penninn sem sjá á um það, hefur sungið sinn svana söng. Svo þegar á blaðinu birtist, bláritað lítið vers. Þá finnst mér sem að ég firtist, og flegi því út undir vegg. Já skelfing er skáldsins braut, skelfilegt alsherjar flóð. Ekki er auðveld sú þraut, að yrkja eitt lítið ljóð.

Faith of the hart, þvílíkur bastarður!!! (19 álit)

í Sci-Fi fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Hvernig dettur mönnum í hug að koma með slíka Ameríska popvælu í upphafi ENT? Ég horfði á 19 fyrstu þættina á þrem kvöldum og varð að grípa til hraðspólunar í upphafi hvers þáttar. Eyru mín þola ekki slíkar pyntingar sem þetta lag er. Svo ekki sé minnst á klígjuvaldandi myndskeið sem því fylgja. Hvað varð um gamla góða Star Trek stefið? Ég bara spyr! Þetta gengur kannski vel í kanann, höfðar til þjóðernishyggju þeirra, og “glæsilegrar” fortíðar og “glæstrar” framtíðar sem kannski kemur, og...

Að vakna í Miðgarði... (11 álit)

í Tolkien fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Það drynur í eyrum mínum. Ég heyri ekkert nema drunur sem eru svo djúpar að það er eins og þær eigi uppruna sinn neðan við upphaf tímans. Ég opna augun, litast um, hvar í fjandanum er ég? Ég ligg á iðagrænum velli sem tegist svo langt sem augað eigir. Langt í fjarska sé ég fjöll, og einhversstaðar heyrir ég, í gegnum drunurnar, í á sem fellur fram. Greinilega stórfljót úr því ég heyri niðin í henn í gegnum allan þennan dómsdagshávaða. Þá verð ég allt í einu var við það að drunurnar eru í...

Wheel of Time eftir Robert Jordan (13 álit)

í Bækur fyrir 23 árum, 1 mánuði
Eitt hefur lengi plagað mig. Hversu margir hafa lesið “the Wheel of Time” seríuna á íslandi. Mér skilst á bóksölum að þetta sé einn heitasti “fantasy” bókaflokkurinn, og að þeir hafi varla undan að panta inn bækur. Samt virðist ekki vera mikið um umræður um WoT á íslenskum vefsvæðum. Eini maðurinn sem ég get haldið uppi smá viðræðum við er vinur minn sem ég kynnti WoT, aðallega til að geta rætt við einhvern. Vel má vera að ég hafi ekki leitað nægilega vel að einhverjum með skoðun á WoT, en...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok