Aldrei höfum við verið jafn upptekin af sjálfum okkur. Fólk er svo gjörsamlega niðursokkið í lífsgæðakapphlaupinu að því er sama um allt annað. Það er allt í lagi að njóta góðra hluta, en margir virðast gleyma sér við þetta. Til hvers erum við hér? Ekki til að horfa á PoppTíví, ekki til að eignast bíl og hús, ekki til að hlaða niður 10.000 mp3 lögum og ekki til að drepa hvort annað, henda ruslinu okkar í sjóinn og gera jörðina að brunnum, geislavirkum gerviefnakolamola. Við erum mannkynið....