Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

kl22
kl22 Notandi síðan fyrir 18 árum, 9 mánuðum 35 ára kvenmaður
200 stig

...sama helvítis þvælan og venjulega. (0 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 1 mánuði
og sjálf kramdi ég hjarta mitt og borðaði bita úr því með hverri máltíð það er svo auðvelt að láta undan heimskunni það er svo auðvelt að særa sjálfan sig svo ógeðslega einfalt ég sogaði til mín ylinn úr blómunum og jörðinni en uppnagaða hjartað mitt eyddi allri orku og loks mér án þess að það sæist á mé

tilvistarkreppa (0 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 1 mánuði
tíminn leið en ég fann ekki fyrir honum drattaðist áfram öskrandi ófullnægð líkt og þú sem þú villt þó ekki viðurkenna varla hefur þú eitthvað upp úr því nema þú ljúgir til að hrekkja mig sljó augun störðu á mig djöfull ertu tussuleg greipst í vinstri rasskinnina á mér og klóraðir milli fóta þér komdu með mér heim heim með mér leiktu fyrir mig leiktu við mig vaknaði seinna með andlitið klesst við dökka loðna bringu ófullnægð sem fy

allt ætlaði ég mér (1 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 6 mánuðum
“mamma ég ætla að verða forseti” sagði ég einu sinni (og sennilega oftar) en fyrst ætlaði ég að verða heilaskurðleiknir (að mig minnir á tíunda ári) rétt áður en ég stefndi til Hollywood þar sem ég myndi sennilega enda með alltof stórar varir (og næringarskort) í efnislitlum fatnaði á hvíta tjaldinu til þess að selja en ég var feimin (og er) svo að ég ætlaði að gerast einbúi á fjalli og eftir því sem ég eltist hefur þeirri hugmynd skotið upp í huga mér öðru hverju því mér á það til að...

Segðu það sem mér finnst (0 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Mér finnst þú æði, hættu að tuða og segðu: Sömuleiðis.

Rómantísk kvöldmáltíð? (2 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Ég horfði á þig stinga hana til bana og búta líkið í sundur áður en þú settir valda bita í pott og sauðst með gulrótum og káli. Á meðan kjötið mallaði í súpusullinu tókstu til og þreifst upp kjöttægjurnar og blóðið. Stjörf fylgdist ég með en fór svo í sturtu og vonaði að allt yrði horfið þegar ég kæmi aftir en svo varð sko ekki. Þarna sastu við matarborðið sem á var lagt fyrir tvo með logandi kerti í miðjunni. “Gjörðu svo vel. Mín fyrrverandi bragðast alveg ágætlega, eins og hinar.”...

Heimsendir (2 álit)

í Smásögur fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ég vaknaði við daufan dynk. Við þann þriðja áttaði ég mig á því að einhver var að kasta steinum í gluggann minn. Ég barðist á móti svefndrunganum, nuddaði stírurnar úr augunum, gekk að glugganum og opnaði hann. Þú heilsaðir mér, gáskafullur, og baðst mig að koma út, þú þyrftir að sýna mér svolítið. Augnaráðið sem ég sendi þér hefur væntanlega lýst vantrú og hneykslun sem jókst einungis þegar þú sagðir að á morgun yrði heimsendir. Þú baðst mig um að treysta þér, þetta væri okkar eina...

Guðinn ég (5 álit)

í Smásögur fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Ég fékk eina ósk. Mátti óska mér hvers sem mér dytti í hug. Ég hugsaði svo ákaft að það fór að braka í heilanum á mér. Hugsaði og hugsaði og hugsaði. Þegar umhugsaunarfresturinn var við það að renna út sagði ég ósjálfrátt: ,,Ég vil vera Guð.“ Skyndilega sá ég allt í öðru ljósi. Myndbrot fólks, í öllum heiminum, leið hjá augum mínum. Hlægjandi, grátandi, brosandi, öskrandi, blaðrandi, ögrandi og hjálparvana andlit gul, svört, hvít og rauð. Falleg, minna falleg og ljót. En eru andlit nokkurn...

Skoðun (2 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Skoðaði í morgun hugsanir fólks sem ég þekki og líka ekki. Marg var mér framandi en annað ekki. Ég vissi eitt og annað ekki en fólkið tók mér illa í huga sínum, þar á ég ekki heima. Ekkert er fallegra en hrein hugsun, en þær fann ég hvergi því ég blandaði allar þær sem ég skoðaði.

Ást? (15 álit)

í Rómantík fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Ég hef verið að dunda mér við að lesa greinarnar hérna á /romantik síðustu daga og ég verð að segja að mér finnst öll þessi umræða um ást áhugaverð. Kannski er ég of ung en ég tel mig hafa vit á þessum málum, jafnvel meira en sumir. Fyrir mér er ást ofmetin, öll þessi leit að hinum eina rétta/ hinni einu réttu, traust og vantraust, tregi og svo framveigis. Ást er fyrst og fremst að líka vel við manneskju. Þér þarf að líka við manneskju svo að þú getir verið með henni en það er hægt að elska...

Sunna og Máni (1 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Stæðilegt fjallið er baðað geislum sólar á niðurleið, sem leikur sér með litina eins og ég, já, við erum lúmskt líkar Sunna og ég. Alveg eins og manneskjan, þú ert lík Mána, svo dularfull og feimin en samt svo augljós. Andstæður sem samt eru eins, líkar á svo margan hátt, eða ekki, kannski skiptir það ekki máli, segðu mér bara hvað þú ert að hugsa.

Ónefnt II (1 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Sá dáinn mann ganga niður götu, hlæjandi einn með sjálfum sér. Ég gekk til hans og spurði: ,,Hví hlærðu?'' Og hann svaraði mér því að lífið væri svo miklu fyndnara svona eftir á, fólk lifir ekki lengur lífinu heldur festir sig í asnalegri rútínu skipulags og tímaleysis. Hann leit í tóm augu mín og bað mig að koma með sér. Og saman gengum við út úr garðinum, út úr bænum upp í sveit. Lögðumst í grasið, sáum ekkert nema himinin og grasstráin í kringum okkur, og í fyrsta skipti fannst mér ég vera frjáls.

Ein ónefnd, örstutt (4 álit)

í Smásögur fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Ég stend í myrkum skógi, ein, og hlusta. Hlusta á þögina sem hljómar ógnandi. Myrkrið í skóginum þrengir að mér þegar ég held ferðinni áfram, ferðinni sem í upphafi átti að vera leitin að sannleika en hefur nú snúist upp í leit að útkomuleið. Í iðrum þessa myrka skógar týndi ég sjálfir mér ásamt öllum mínum löngunum, markmiðum og vonum. Nú hhef ég aðiens eitt að leiðarljósi en það er að komast burt. Nokkru seinna (veit ekki hversu lengi því ég hef tapað öllu tímaskyni) kem ég á krossgötur....

Vonbrigði (0 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Vaktu með mér og sjáðu hvernig rökkrið yfirtekur fagra sumarnóttina, friðsælt líf, fallegur draumur. Lofaðu mér öllu fögru og ég skal gera slíkt hið sama, ef þú aðeins trúir mér og treystir því ég treysti þér. Vaknaði upp í morgun og teygði mig til hliðar en þú varst ekki hjá mér. Hitti þig og strax ertu í drauma mína kominn, velkominn, lífgar upp á þá en vonbrigðin, þegar ég kem út í vetrarkuldann á morgnanna, eru ólýsanleg. Utan við mig í skólanum, dagurinn líður hjá í móðu, en hvað af því...

Ónefnt (0 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 12 mánuðum
Ligg ein í myrkrinu hlusta á þögnina, hljóðin í þögninni hljóðin í höfðinu á mér. Myrkrið er kalt og ógnandi því ég hef engan til þess að deila því með, hvar ertu ? Draumarnir svo margslungnir og skrítnir að ég vil ekki sofna og ligg þess vegna og hlusta. Baugarnir dökkir augnaráðið tómt en það sérðu ekki því þú ert blindur.

You and I (2 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum
you said you wouldn't dare but you did you said you didn't care but you did I asked you to call me but you couldn't I asked you to leave me but you couldn't you trusted me to love you but I didn'd you trusted me to trust you but I didn't I cried and asked you to go but you didn'd I said you killed my soul but you didn't I did

Örvæntingarfull? (18 álit)

í Rómantík fyrir 18 árum
Ég hef mikið verið að velta fyrir mér hvers vegna flestum finnst svona nauðsynlegt að vera í sambandi. Þannig er nefnilega mál með vexti að ég á vinkonu sem er einfaldlega ekki mönnum sinnandi nema hún sé að dúlla sér með strák eða sé með honum. En þótt hún sé með strák þá þreytist hún ekki á því að tala um hann eins og fólk gerir venjulega í byrjun sambands. Það er að gera mig, og fleiri, gjörsamlega geðveika! Þetta er einmitt þveröfugt með mig. Ef ég er hrifin af strák þá tala ég kannski...

Þú (2 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum
Kertaloginn flöktir í vindinum svo veikbyggður alveg eins og þú. Heyri hatursyrðin sem þú hvíslar út í vindinn á eftir mér. Langar að losna við þig en stoppa með hnífinn a lofti yfir þér sofandi. Ég get þetta ekki þú ert mér allt, ég elska þig. Læðist aftur út og sofna í skuggum næturinnar myrkrið er svo kalt.

Haust (2 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum
Rokið svo hvasst rífur í tréin, rífur í hjartað og lýgur. Svo góður, langt í burtu frá mínum raunveruleika en sýnilegur þó. Fölnuð lauf brostinnar vonar fjúka burt og gleymast.

Hugsanir, draumar (2 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Þegar ég sest í gluggan hellist þetta þægilega kæruleysi yfir mig og mér finnst ég geta allt. Fylgist með fólkinu ganga framhjá og finnst skrýtið að þekkja ekki alla eftir níu mánuði. Huginn og Muninn eru flognir í skjól fyrir rigningunni og bíða með að færa okkur fréttirnar. Ég læt mig dreyma um að fá allt sem ég vil en hætti svo við, það væri svo tilgangslaust að fá allt. Hugsa um alla sem mér þykir vænt um en það eru svo margir að ég ruglast og ég nenni ekki að byrja upp á nýtt. Velti...

[b] Ráðhústorgið[/b] (4 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Vindurinn þeytir þurru laufi í veg fyrir bílana, menn sitja fyrir utan kaffihús og njóta veðursins. Ástfangið par leiðist yfir torgið, allt er svo miklu betra í byrjun sumars. Fíkill situr í skugga en skelfur þrátt fyrir hitann, íhugar komandi kvöld. Fólk keyrir í endalausa hringi, ætli það sé að reyna að komast inn í eilífðina? Þetta er fyrsta ljóðið sem ég set hér inn og vonaxt til þess að fá álit á það fljótlega!
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok