Ég fékk eina ósk. Mátti óska mér hvers sem mér dytti í hug. Ég hugsaði svo ákaft að það fór að braka í heilanum á mér. Hugsaði og hugsaði og hugsaði. Þegar umhugsaunarfresturinn var við það að renna út sagði ég ósjálfrátt: ,,Ég vil vera Guð.“ Skyndilega sá ég allt í öðru ljósi. Myndbrot fólks, í öllum heiminum, leið hjá augum mínum. Hlægjandi, grátandi, brosandi, öskrandi, blaðrandi, ögrandi og hjálparvana andlit gul, svört, hvít og rauð. Falleg, minna falleg og ljót. En eru andlit nokkurn...