Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Sims Pets (8 álit)

í The Sims fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Hvað kostar hann?

Salur?? (5 álit)

í Djammið fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Vitiði um eitthverja ódýra og góða sali til að leigja fyrir afmæli? Er búin að kíkja á salir.is, en ef eitthver veit um eitthvað annað…?

Bloodhoundgang? (4 álit)

í Músík almennt fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Ég var að heyra í útvarpinu að þeir væru að koma aftur, það stóð ekkert um það á síðunni hjá þeim, hefur eitthver hérna heyrt eitthvað meira?

Bikini (3 álit)

í Tíska & útlit fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Veit eitthver hvar ég get fengið svona http://i2.tinypic.com/1zvrcex.jpg bikini, allavega svona í laginu? Eitt enn, hefur eitthver rekist á flotta sumarkjóla, er búin að leita næstum út um allt en sé aldrei neinn almennilegan. Takk

Vax á stofu (2 álit)

í Tíska & útlit fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Þar sem að maður er nú að skella sér til sólarlanda ætla ég að reyna að komast á stofu og láta vaxa á mér lappirnar. Mælið þið með eitthverri sérstakri stofu? Hef aldrei látið gera svona á stofu og hef litla reynslu af vaxi, bara rakvélum og háreyðingu. Eitthver svör? :p

Neglur!! (2 álit)

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 1 mánuði
Er eitthver þarna úti sem er að gera neglur? Bæði á tær og fingur? Ég var búin að panta mér tíma hjá einni fyrir 2 vikum, en hún var að afboða. Er eitthver sem þekkir eitthvern eða er sjálf að gera neglur og er laus fyrir jól? Ég yrði mjög þakklát. Fjóla

Lion King á DVD? (4 álit)

í Teiknimyndir fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Veit eitthver hvar ég gæti keypt hana? Ég er búin að gá útum allt af þessu, en það er eins og hún sé bara algjörlega uppseld allstaðar á Íslandi! :(

Sally Hansen, andlitsbrúnkuspray? (1 álit)

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ég var í hagkaup fyrir stuttu og sá svona sérstakt brúnkusprey fyrir andlit, hefur eitthver reynslu af þessu? Ég nota alltaf fake bake á líkaman en er mjög illa við að nota brúnkukrem eða svoleiðis í andlitið, fólk verður svo asnalega brúnt af því. Veit eitthver hvort að þetta andlitsprey sé eitthvað öðruvísi?? Mér er líka alveg sama hvað ykkur finnst um fólk sem notar brúnkukrem, það er alveg óþolandi að vera að spurja að eitthverju og einu svörin sem maður fær er “mér finnst þetta ljótt,...

Neglur? (5 álit)

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Jæja núna fyrst að sumarvinnan er búin var ég að pæla í að fá mér gervineglur. Veit eitthver hvar ég get fengið ódýrar neglur með French? Hvort er betra að fá sér akríl neglur eða gel? Var með akríl neglur eitthverntíman, langar bara að vita hver munurinn er á akríl og gel nöglum.

Veit ekki neitt lengur (5 álit)

í Rómantík fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Núna er ég búin að vera í algjörri pásu frá strákum í frekar langan tíma, eftir að hafa farið í gegnum ömurleg sambönd, misnotkun og að hafa verið notuð af vel flestum strákum sem ég hef orðið hrifin af, ákvað ég að taka mér pásu og hugsa um hvað ég væri að gera. Það gekk mjög vel hjá mér í þessari pásu, og mér leið svo vel. Var búin að vera að berjast við þunglyndi í langan tíma og það hjálpaði svo mikið að gefa mér smá tíma til að hugsa um mig, ekki um eitthverja gaura. Svo byrjaði ég að...

Vesen er þetta... (15 álit)

í Rómantík fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ég veit ekkert hvað ég á að gera lengur og var að vonast til að eitthver hérna væri með eitthver ráð fyrir mig. Ég hætti með kærastanum mínum fyrir ca. mánuði síðan, ætla að kalla hann Jón í þessari grein, vorum búin að vera saman í rétt 3 mánuði, en þetta var samt lengsta samband sem ég hef verið í. Ég tók sambandsslitunum ekkert voðalega nærri mér, þar sem að þetta hafði allt verið að fara útí rugl, við hittumst aldrei og höfðum voða lítin áhuga á hvort öðru, hafði í rauninni endað mánuði...

litalinsur.. brún augu? (7 álit)

í Tíska & útlit fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Ég er með brún augu en mig langar svo í bláar eða grænar litlalinsur. Vinkona mín sagði að ég gæti það ekki útaf því að ég væri með brún augu, veit eitthver hvort þetta sé rétt?

óþægilegt (0 álit)

í Dulspeki fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Mig hefur 2svar dreymt þennan draum og hann fer alveg rosalega í mig… Ég er stödd í eitthverjum bæ, ég kannast við mig þar en ég þekki engan. Ég labba og labba, þangað til ég heyri raddir. Eitthvað segir mér að fela mig, og það er það sem ég geri. Allt í einu labba framhjá mér fullt af fólki, sem er allt eins og það hafi lamið hausnum á sér í vegg og er allt grátt og minnir mig svolítið á uppvakninga. Þetta eru bæði lítil börn og fullorðnir, þau eru öll dansandi um og fagnandi. Svo loksins...

Gat í tungu? (4 álit)

í Tíska & útlit fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Smá spurning hérna. Ég var að fá mér gat í tunguna í dag, og er alveg að farast úr hungri. Ég veit ég á að borða fljótandi mat, en eru eitthverjir hérna sem vita um eitthvað sniðugt sem ég get fengið mér, annað en jógúrt:P

Hvað heitir þátturinn? (1 álit)

í Teiknimyndir fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Hvað heitir þátturinn þar sem að það er fundinn gaur frá “the 90's”? Var settur í eitthvað búr eða eitthvað? Veit eitthver hvaða þáttur þetta er? :S

Hár!! (2 álit)

í Tíska & útlit fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Hvað mynduð þið segja að væri í tísku í sambandi við hár í vetur? Ég er með axlarsítt svart hár sem er með mikið af styttum og er komin með leið á að geta ekkert gert við hárið á mér, það er alltaf eins. Er að vera með topp alveg dottið út? Endilega komið með svör um það sem ykkur finnst flottast í dag:)

Óöryggi!! (4 álit)

í Rómantík fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ég er 17 ára stelpa, og síðan ég byrjaði að “vera með” strákum hef ég lent í vandamálum, fyrsti kærastinn minn missti allan áhuga á mér eftir 2 vikur, en var með mér í 2 vikur í viðbót, og var allan tíman að vonast til að ég mundi segja honum upp. Eftir það var ég að hitta alveg þó nokkra stráka en var aldrei í beint neinu sambandi. Allir þessir strákar notuðu mig, sögðu að þeim þætti svo vænt um mig og að ég væri svo æðisleg, einn meira að segja sagði bara við “já æj, mér bara vantaði bara...

hjálp... ofur veiki! (3 álit)

í Heilsa fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ég er alveg að gefast upp á sjálfri mér, er farin að halda að ég sé eitthvað alvarlega veik. Málið er að fyrir 2 vikum fékk ég alveg svakalegt kvef, ég fór til læknist og fékk pensilín, nei nei svo nokkrum dögum seinna tek ég eftir eitthverjum smá útbrotum, bjóst ekkert við að það væri neitt alvarlegt, en svo vakna ég daginn eftir og ég sver það að ég hélt að ég væri komin með ofur-myslinga eða eitthvað, ég var öll í rauðum kláðaútbrotum, ég drýf mig auðvitað til læknis og reynist þá vera...

Kettir (0 álit)

í Kettir fyrir 20 árum, 5 mánuðum
kisukrútt!!!

Jólin (0 álit)

í Hátíðir fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Engill að setja kisu í jólasokk=)

Fuglastríðið í Lumbruskógi (9 álit)

í Teiknimyndir fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Man eitthver eftir þessari mynd? Var út á videoleigu og sá hana, varð bara að leigja hana. Þetta er yndisleg mynd…

Ég þarf lokun!! (17 álit)

í Rómantík fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Hjálp!! Ég er 16 ára, á 17 ári, og var að koma út mínu fyrsta sambandi. Við vorum búin að vera saman í mánuð, sem hljómar sem voða lítið og stutt en þetta var rosalegt fyrir mig. Ég hafði lengi verið hrifin af stráknum og hafði alltaf vonast til að við gætum orðið meira en kunningjar. Svo gerðist það, við urðum góðir vinir og vorum mjög mikið saman, byrjuðum saman á endanum. Fyrstu ca. 2 vikurnar voru alveg æðislegar, en svo uppúr 3ju viku fór hann að fjarlægjast. Hann vildi vera meira með...

Blink á leiðinni til íslands?!?! (3 álit)

í Músík almennt fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Vinkona mín var að segja að þeir væru kannski að koma… veit eitthver hvort þetta sé bara rugl eða???

Man eitthver eftir... (2 álit)

í Teiknimyndir fyrir 21 árum, 1 mánuði
Regnboga Birtu? (Rainbow brite) Minnir að það hafi verið þýtt Regnboga Birta. Þetta voru algjörlega uppáhalds teiknimyndirnar mínar…

Textinn við Mess it up? (0 álit)

í Hip hop fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Getur eikkver reddað mér textanum við Mess it up? Takk
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok