Ef þessi spurning hefur komið upp áður biðst ég afsökunar. Ég fann hana ekki. Er hægt að nota joystick í full version af BF? Ég get allavega ekki fengið hann til að virka í demoinu. Kannski er ég bara svona heimskur. Ég er allavega að verða vitlaus af því að reyna að fljúga með músinni. Í gamla daga þegar Flight Sim og Fly! voru heitir þá hlóg ég að lúðum sem notuðu músina til að fljúga, en núna hlægja þeir að mér því ég get ekki flogið með mús. Sá hlær best sem síðast….