Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

khalida
khalida Notandi frá fornöld 38 stig

Tóm sál (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Tóm sál, þó sneisafull af öllu sem hún þarf. Autt blað sem er þó fullskrifað og útatað í yndislegri og fallegri blíðu og orðum annara og þinna eigin. Líðanninn er sem þú gangir í troðinni slóð sem þú átt að halda áfram að troða, en staðnar, ekki sjálfviljug. Slóðin troðin áfram án þín og eftir stenduru í sporum annara og starir út í auðnina sem umlykur þig, eins og særður kálfur skilinn eftir af sinni eigin hjörð. Veist af hverju þú stendur föst en getur samt ei hreyft þig.. því þú veist en...

Fiskibollur í bleikri sósu !! (7 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Hæ kæra fólk! Verð að deila með ykkur einu af því besta sem ég fæ, þótt ótrúlegt megi vera.. Skora á alla að prufa, fljótlegt, ódýrt og sjúklega gott….. Fiskibollur í bleikri sósu 50 gr smjörlíki 3 msk hveiti 1dl vatn 3dl mjólk eða meir Safi af fiskibollunum tómatsósa sykur smá salt Ora fiskibollur í dós(stór dós) Kartöflur (eins og lystir,væntanlega) Byrjið að sjóða kartöflurnar. Smjörvinn bræddur í pott og hveiti hrært við. bætið síðan vatni, og mjólk við, hendið oggupons salti við og svo...

spor (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Spor í snjónum, ég þekki það spor en ég stíg ekki í það. Bý til nýtt spor, við hliðina geng eftir tví. Brosi til lífsins.

Skrítin og yndisleg!! (4 álit)

í Gæludýr fyrir 22 árum, 1 mánuði
Hæ þið öll, finnst ég sit hér heima í veikindum ákvað ég loksins að prófa að skrifa smávegis. Ákvað að deila með ykkkur hvað ég á yndislega kisu og jafnframt skrítna.. Hún heitir Jasmín Líf og er 19 mánða. Hún er eiginlega bara skemmtilega uppátrenngjandi ef svo má segja. Hún er algjör knúsukisi og tarf alltaf að vera tar sem ég eða kærastinn minn er..Ef við liggjum í sófanum yfir sjónvarpinu þá er daman mætt og leggst beint á bringuna manns tannig maður sér mest lítið.. tó finnst henni allt...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok