Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Þegar andinn kom yfir mig (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Gref mig djúpt inní sekúnduna og leyfi henni að umvefja mig. Ég er fóstur í móðurkviði. Hef aldrei verið jafn ófædd hef aldrei verið jafn laus við heiminn. Og að sekúndi liðinni mun ég draga andann í fyrsta sinn.

Ljóð um blóm (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum
Elsku blóm viltu blómstra? Bara fyrir mig? Ég skal vera sólin, loftið og vatnið bara fyrir þig Elsku blóm viltu þá blómstra? Bara fyrir mig Ég skal vera titrandi daggardropi á laufblaði þínu sem fær ei flúið örlög sín að falla þér að fótum næra þig elsku blóm Elsku blóm viltu blómstra? Bara fyrir mig?

Frumskógarlögmálið (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég er með augun opin þau ráðast á hold þitt eins og rándýr á bráð sína, grunlaust um örlög sín. Nakin í nóttinni velti mér um vígvöllinn með augun að vopni Í hjartlausum leik verður enginn sigurvegari Við horfumst í augu og semjum um vopnahlé

Baksund sálarinnar (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Inní mér er risi sem gleypir minningar, hann er alltaf svangur Inní mér er stór garður og lítil kona sem vökvar blóm með tárum risans Inní mér eru fiðrildi sem flögra áttavilt, þau kitla mig í magann, þau sá fræjum í sálina, sálina mína sem syndir baksund í sundlaug hjartans

"Brothætt" (4 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Skilaðu mér öllu öllu sem ég hef gefið þér. Pakkaðu minningunum vandlega niður í pappakassa, ásamt brosinu mínu snertingu minni tárum mínum og kossum og mundu eftir að setja “brothætt” merkimiða

Er andi í glasinu? (20 álit)

í Dulspeki fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Sko, ég er ekkert mjög trúuð á anda og vætti en fyrir nokkru síðan þá fór ég í andaglas. við vorum nokkrar stelpur í sumarbústað og vorum búnar að ákveða fyrirfram að fara í andaglas. Ég var svosem alveg til í það en hristi bara hausinn yfir því hversu stelpurnar tóku þetta alvarlega. Sumar þeirra höfðu farið áður og lennt í svaka hasar. En ég var eiginlega að búast við því að þetta yrði meira svona múgsefjun og við myndum ekkert upplifa meira en vonbrigði. En allavega þetta var svaka athöfn...

Sálarfrost (3 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Hann er ískaldur og hrímhvítur, morguninn. Ég,úrvinda hrúga í rúmi sem getur flogið í draumum. Þær eru demantar þessar morgunmínútur! Nakin sálin haldin útþrá, svífur útum gluggann á meðan lúmskur svefninn læðist í kringum mig. Einhver ýtir á “play” sýningin hefst En úti bíður frosin sál eftir að einhver opni glugga ……….What´s up with me? Er ekki komið sumar eða hvað? þetta gengur ekki nú skelli ég mér til Benidorm!! :)

Drullukökusokkur (3 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Ég beið og horfði á mosa vaxa útúr nösunum á þér Ég beið og varð gömul kona með týnd ár í augunum Ég beið og þú varðst að moldu, molnaðir fyrir framan mig Á meðan ég beið þá bjó ég til drulluköku úr jarðneskum leifum þínum ég storkaði örlögunum og lét þig í sokk ég vissi alltaf innst inni að þú værir “drullukökusokkur” og ég beið og beið…. næst ætla ég að taka númer…

klukkulíf (3 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Við erum föst inní klukku Við höldum okkur fast í vísanna í örvæntingafullri von um að komast annan hring
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok