Ég hef oft velt því fyrir mér hvort hugarfar fólks hafi eitthvað að segja í sambandi við heilsu þess. Ég hef nefnilega tekið eftir því að ef fólk trúir því að það muni veikjast, t.d. af flensu, þá verður það veikt. Eins ef fólkið er staðráðið í að sleppa við flensuna þá sleppur það. Ég er farin að halda að neikvæðar hugsanir hljóti að veikja ónæmiskerfið. Allavega eru þær hundleiðinlegar og best að vera laus við þær.