Mig langar til að halda áfram með umræðuna um neysluæðið sem mjög margir eru greinilega haldnir. Eins og silliebill var búin að minnast á þarf fólk bókstaflega að eiga allt nú á dögum. Svo ég vitni í hana Dís, vinkonu mína, þá er enginn maður með mönnum nema hann eigi tvo bíla (glænýjan stallbak og slyddujeppa), stóran ísskáp, tvö sjónvörp, uppþvottavél, heimabíó, Rainbowryksugu og brauðgerðarvél. Svo ekki sé minnst á lazy boy hægindastól, gsm-síma, dvd- og mp3-spilara og hvað sem þetta nú...