Lög og regla? Það kannast flestir við þessi orð úr upphafi þekkts dægurlagatexta frá níunda áratug síðustu aldar en hvaða svar er til við þessari spurningu? Jú, lög og regla eru til þess að vernda þegna þjóðfélagsins, segja þeim hvað má og hvað má ekki gera, lög eru semsagt sett til að vernda fólk gegn lögbrjótum. En hvað getur samfélagið gert þegar lögin búa til fleiri glæpi en þau hindra? Allt í kringum okkur í heiminum eru yfirvöld að átta sig á því að fíkniefnastríðið er tapað stríð,...