Félagsfælni hjá mér má líkja við alkólisma eins og ég þekki hann. Þrátt fyrir allt sem gerist í lífi mínu þá er sjúkdómurinn alltaf til staðar. Þrátt fyrir að ég eigi mjög góðan dag í dag er það ekki ávísun upp á jafn góðan dag á morgun. Þannig lifi ég einn dag í einu og reyni að takast á við vandamál mín með samvisku og hreinskilni. “Í mínu tilfelli má ekki kalla þetta fælni, ég les reynslusögur annarra og sé ekki að ég sé jafn veikur og þau.” Ég geri ráð fyrir því að þessi hugsun fari í...