Fengið lánað af visir.is “Fíkniefni í kílóavís gerð upptæk og 166 handteknir Vel á þriðja hundrað mál hafa komið til kasta svokallaðs götuhóps fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, samtals 223 mál það sem af er þessu ári. Hald hefur verið lagt á tæplega 3,7 kíló af fíkniefnum, auk LSD-skammta, e-taflna og kannabisplantna. Í umræddum málum voru gerðar 72 húsleitir, 78 bílleitir, 261 sinni hefur verið leitað á manni og 166 hafa verið handteknir. Að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns...