Þegar ég var lítil horfði ég oft á þætti sem fjölluðu um einhverskonar snjófólk. Það voru margar persónur en ég man mest eftir galdramanni, húsfreyju, bogamanni og svo voru krakkar. Ef það hjálpar þá var sýnt frá stráki í byrjun þáttarins. Hann er með snjókúlu inni hjá sér. Hann tekur hana upp, hristir hana og svo er súmað inn að kúlunni. Þá er eins og þú sért komin inn í eitthvað snjóland! Svo man ég eftir því að í einum þætti þegar galdramaðurinn var ekki heima náði húsfreyjan í sprotan...