Fyrir þrem árum eða svo eignaðist læða sem ég hafði átt í nokkurn tíma þrjá kettlinga. Einn, sem ég kallaði Pétur, var í miklu uppáhaldi. Þegar kettlingarnir voru orðnir nógu stórir til að fara að heiman, lenti ég í veðmáli við pabba minn, og vann, og var veðjað upp á Pétur, sem þá kallaðist Pétur Blöndal Kisis. Pétur varð hinn mesti myndarköttur, en lagðist svo í villikattarskap og var lengur og lengur úti. Fyrir meira en ári síðan, fór Pétur á sinn vanalega leiðangur um vesturbæinn, en...