Saga Liverpool Football Club, sigursælasta félags enskrar knattspyrnu, hefst í raun með sögu annars félags St. Domingo´s Football Club, sem var stofnað 1878. Þetta félag hlaut árið eftir nafnið Everton. Liðið lék fyrst á Stanley Park á árunum 1878 til 1882 og svo á Priory Road frá 1882 til 1884 en þá hóf liðið að leika á Anfield Road. Árið 1892 upphófust deilur stjórnar Everton við sinn eigin forseta John Houlding, um leiguna á vellinum. John, sem kallaður var King John of Everton, var...