Ég hef séð mjög mikið af fólki á hestbaki, enda hef ég verið í sveit frá því ég var lítil, var í stóru hesthúsahverfi síðasta vetur og svo hef ég farið á eitthvað af mótum og fleira, og eitt af því fyrsta sem ég tek eftir fyrir utan hestinn sjálfan er áseta knapans. Sumir sitja réttir og fínir, en aðrir alveg hreint eins og heypokar! Hnakkar eru misgóðir og hannaðir með mismunandi ásetueiginleika, en þó ættu grunnatriði ásetunnar að virka svipað/eins hjá þeim flestum Reyndar ef hnakkurinn er...