Hnetusmjörssréttur Þessi réttur er “sparimatur” og ég borða hann alltaf um jólin. Rosalega góður og einfaldur, og góð tilbreyting fyrir sunnudagssteikina. :D 2 bollar soðin hrísgrjón 3 bollar rifnar gulrætur 1 bollli hnetusmjör (crunchy) 2-3 egg 1 bolli mjólk lítill laukur, smátt saxaður ¼ bolli olía 1 tsk. Salt ½ tsk. Basil, majoram (bætið við kryddjurtum eftir smekk) Öllu hrært saman. Sett í eldfast mót og bakað í ca. 1 klst. Við 175° C. Gott með brúnuðum kartöflum og waldorfssalati....