Ríbósóm, frumukjarni (kjarnakorn), hvatberi, deilikorn, leysibóla, safabóla, hrjúft frymisnet, frymishimna, korn. Ríbósóm: Í öllum frumum er örsmá korn sem kallast netkorn eða ríbósóm. Aðeins um 20-30 nanómetrar og ósýnilg nema í rafeindasmásjá. Þau eru prótínsmiðja frumunnar. Í þeim er amínósýrum raðað saman í prótín. Frumukjarni: Frumukjarninn er stjórnstöð eða gagnabanki frumunnar. Hann geymir genin eða erfðavísana, einskonar forrit með vitneskju um allt það sem lífveran tekur að erfðum....