Ég á þrjá karlhunda sem ég þurfti að láta gelda vegna slagsmála. Ég fór á Dýralæknastofu Helgu í Skipasundinu en annars hef ég verið tryggur viðskiptavinur Dýralæknastofunnar í Garðabæ. Fyrst fór ég með einn hundinn sem var stærðstur og allt gekk vel en mér brá þegar ég kom að sækja hann þegar Helga sagði mér að hún hefði sett tonnatak á sauminn, “Til þess að saumarnir haldi betur og þá þarf hann ekki skerm”. Ég spurði hvernig tonnatak það væri og hún sagði að þetta væri venjulegt Superglue...