Eftirlitsmenn tyrkneskra sjónvarpsstöðva segjast hafa bannað sýningar á teiknimyndaþáttunum Pokémon eftir að tvö börn duttu fram af svölum í þeirri trú að þau byggju yfir yfirnáttúrulegum kröftum. Sjö ára stúlka og fjögurra ára drengur slösuðust með stuttu millibili við fall fram af háum byggingum í síðasta mánuði. Heilbrigðisráðherra Tyrkja, Osman Durmus, segir tengsl vera á milli slysanna og teiknimyndanna víðsfægu sem fjalla um ævintýri um 150 skrímsla. Zuhtu Sezer, dagskrárstjóri...