Já sælir hugarar sem skoða þetta svæði. Ég hef soldið verið að pæla í því að fá mér tattú, og væri til í smá upplýsingar og skoðanir ef fólk má vera að því að svara. Í fyrsta lagi þá er tattúið sem ég er að pæla í ekki stórt, mig langar að fá mér fána, sem er þá með brot í miðjunni og það yrði íslenski fáninn öðru megin brotsins og breski hinum megin (ólst upp í englandi). Svo í fyrsta lagi var ég að pæla í að fá mér það annað hvort á upphandlegginn eða á herðablaðinu, og væri alveg til í...