Umhverfissinni, eða hvað? Hvernig getur fólk sem mótmælir Kárahnjúkum kallað sig umhverfissinna? Fólk sem stendur í að mótmæla því að framleiða Ál með rafmagni framleiddu með einum umhverfisvænasta hætti sem þekkist, skilur ekki raunveruleg umhverfisvandamál heimsins. Það hugsar sífellt um “fjallið sitt”, “fossinn sinn” og fleira í þeim dúr. Raunveruleikinn er að þetta ál verður framleitt með einum eða öðrum hætti. Eftirspurninni eftir áli verður ekki breytt. Ef þetta ál væri ekki framleitt...