Í fréttum í dag hlustaði ég á ræðustúf sem útvarpað var frá Alþingi þar sem Guðni Ágústson talaði um stjórn efnahagsmála. Hann skaut föstum skotum á ríkisstjórnarflokkana og sakaði um fjármálaóreiðu, vaxtaóstjórn og fl. Þetta er sjálfsagt allt satt og rétt hjá honum og það er náttúrulega óþolandi fyrir skuldsettar fjölskyldur og fyrirtæki landsins að búa við það vaxtarstig sem hér ríkir. Það sem kemur mér aftur á móti spánskt fyrir sjónir er það að þessi ríkisstjórn hefur aðeins setið í...